fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sif spennt fyrir komandi tímum hjá landsliðinu og segir leikina framundan vera hálfgerða bikarúrslitaleiki

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Atladóttir, lansliðskona íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik íslenska liðsins gegn Tékklandi á föstudaginn.

Sif sneri aftur í íslenska landsliðið í síðasta landsliðsverkefni gegn Hollandi eftir nokkurt hlé og er með sitt hlutverk á hreinu í landsliðinu. ,,Ég er að koma inn sem reynslumikill leikmaður og geri mitt besta til þess að hjálpa liðinu. Svo lengi sem ég er að standa mig vel úti með mínu félagsliði þá er ég með. Ég er hérna klárleg til þess að reyna berjast um sæti í liðinu og hjálpa því að ná sínum markmiðum,“ segir Sif sem spilar sem miðvörður með sænska liðinu Kristianstad.

Íslenska kvennalandsliðið hefur yfir öflugum hópi af miðvörðum að skipa en Sif lýtur á þetta sem heilbrigða samkeppni. ,,Ég held að samkeppnin sé holl fyrir alla. Ég mun alltaf standa þétt við bakið á stelpunum og leggja mig alla fram ef minna krafta er óskað. Það skiptir litlu máli hver spilar, það er sama hugarfarið sem einkennir okkur allar,“ sagði Sif Atladóttir, landsliðskona á blaðamannafundi í dag.

Henni lýst vel á verkefnið framundan. ,,Við höfum mætt Tékkum í gegnum árin en það sem er stórkostlegt við kvennaknattspyrnuna um þessar mundir er að það eru allir að taka hröðum framförum og það sama gildir um Tékkana. Þær hafa bætt sinn leik gríðarlega. Ég held að þetta verði hörkuleikur og við þurfum að vera búnar að fínpússa okkar hluti til þess að loka á þær,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska landsliðsins.

En metur hún leikinn á föstudaginn sem úrslitaleik? ,,Hver leikur er bara hálfgerður úrslitaleikur, liðin eru orðin það sterk. Við þurfum bara að vinna næsta leik og við stefnum á sigur, það er ekkert annað í boði,“ sagði Sif Atladóttir, landsliðskona.

Leikur Íslands og Tékklands fer fram á föstudaginn á Laugardalsvelli klukkan 18:45.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum