fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Tveir stórir útisigrar

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 18:53

Riyad Mahrez gerði tvö. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í Meistaradeild Evrópu. Um var að ræða leiki í þriðju umferð riðlakeppninnar.

A-riðill

Club Brugge 1-5 Man City

Manchester City burstaði Club Brugge. Leikið var í Belgíu.

Joao Cancelo kom Man City yfir á 30. mínútu. Það gerði hann eftir undirbúning Phil Foden. Riyad Mahrez bætti svo við mark fyrir gestina rétt fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu.

Kyle Walker kom Man City í 0-3 á 53. mínútu eftir samspil við Kevin De Bruyne.

Hinn ungi Cole Palmer kom Englandsmeisturunum í 0-4 á 67. mínútu eftir flotta sendingu Raheem Sterling. Magnað augnablik fyrir þennan 19 ára strák.

Hans Vanaken minnkaði muninn fyrir Club Brugge á 81. mínútu. Mahrez gerði hins vegar sitt annað mark stuttu síðar. Lokatölur 1-5.

Man City er með 6 stig eftir tvo leiki í riðlinum. Club Brugge er með 4 stig.

C-riðill

Besiktas 1-4 Sporting

Sporting vann Besiktas 1-4. Sebastian Coates kom Sporting yfir á 15. mínútu áður en Cyle Larin jafnaði leikinn tæpum tíu mínútum síðar. Coates skoraði aftur á 27. mínútu. Pablo Sarabia átti líka eftir að bæta við marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Paulinho gerði svo eina mark seinni háflleiksins undir lok leiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik: Henti sér í jörðina eftir snertingu dómara – Fékk skilaboð frá fyrrum íslenskum liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik: Henti sér í jörðina eftir snertingu dómara – Fékk skilaboð frá fyrrum íslenskum liðsfélaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndina: Salah hafði enga þolinmæði fyrir áhorfanda sem ruddist inn á völlinn

Sjáðu myndina: Salah hafði enga þolinmæði fyrir áhorfanda sem ruddist inn á völlinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ástand í Portúgal – Náðu ekki í fullt lið vegna smita en þurftu samt að mæta til leiks

Ástand í Portúgal – Náðu ekki í fullt lið vegna smita en þurftu samt að mæta til leiks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Man Utd mun ekki reyna við einn heitasta framherja heims

Man Utd mun ekki reyna við einn heitasta framherja heims
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildin: Nokkuð þægilegt fyrir Arsenal – Hörmungar Newcastle halda áfram

Enska úrvalsdeildin: Nokkuð þægilegt fyrir Arsenal – Hörmungar Newcastle halda áfram
433Sport
Í gær

Real Madrid mun ekki reyna við Pogba

Real Madrid mun ekki reyna við Pogba