„Við vorum búin að tala um þetta á heimilinu mínu að ég myndi skora,“ sagði Kári Árnason eftir 3-0 sigur á ÍA í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag en Kári skoraði annað mark Víkinga í leiknum
Þetta var síðasti leikur Kára á ferlinum en hann hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Aðspurður hvernig tilfinningin væri að loknum ferli sagði Kári að hann væri alveg sáttur við þá ákvörðun. „Það er óumflýjanlegt að hætta og að enda þetta á þessum nótum er bara geggjað.“
Viðtalið við Kára má sjá hér að neðan.