fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Næstu vikur gífurlega mikilvægar fyrir Solskjær og Manchester United – Leikjaplanið framundan ekki í auðveldari kantinum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 17:00

Mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu og tólf stig af fimmtán mögulegum í fyrstu fimm leikjum ensku úrvalsdeildarinnar, hefur Manchester United fatast flugið.

Liðið tapaði á móti Aston Villa á heimavelli og gerði jafntefli við Everton. Fimm töpuð stig í baráttunni um enska meistaratitilinn en liðið er samt sem áður aðeins tveimur stigum frá toppliði Chelsea.

Næstu fjörutíu og fimm dagar geta gefið góða vísbendingu um hvert Manchester United stefnir á tímabilinu. Á þessum fjörutíu og fimm dögum mætir United meðal annars: Leicester City, Liverpool, Tottenham, Manchester City Chelsea og Arsenal.

Vandræði með varnarlínu Manchester United veldur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra liðsins, vafalaust miklum hausverk. Aðal miðvarðapar liðsins er frá eins og er. Harry Maguire er ekki byrjaður að æfa á fullu eftir meiðsli og Raphael Varane meiddist í nýafstöðnu landsleikjahléi með franska landsliðinu, hann verður frá í nokkrar vikur.

Vonast er til þess að Maguire snúi aftur í liðið fyrr en seinna en mögulegir arftakar hans og Varane eru Victor Lindelof, Phil Jones og Eric Bailly.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gary Neville gagnrýnir harðlega leikmenn Man Utd – „Þeir láta eins og börn“

Gary Neville gagnrýnir harðlega leikmenn Man Utd – „Þeir láta eins og börn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ein af hetjum gærdagsins tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið óhugnanlega- Var klappað lof í lófa eftir að hafa komið til bjargar

Ein af hetjum gærdagsins tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið óhugnanlega- Var klappað lof í lófa eftir að hafa komið til bjargar
433Sport
Í gær

Verður Brynjar Níelsson næsti formaður KSÍ?

Verður Brynjar Níelsson næsti formaður KSÍ?
433Sport
Í gær

Óhefðbundinn vatnsbrúsi vakti mikla athygli um helgina

Óhefðbundinn vatnsbrúsi vakti mikla athygli um helgina