fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Carragher skýtur föstum skotum í átt að Keane og Neville – Sakar þá um blekkingar í beinni

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 17:00

Gary Neville og Ole Gunnar Solskjær / Gettyimages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur um ensku úrvalsdeildina hjá Sky Sports, skaut harkalega á kollega sína Gary Neville og Roy Keane í hlaðvarpsþætti Tony Bellew á dögunum.

Carragher sakaði þá um að halda aftur af gagnrýni sinni á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United sökum þess að hann sé kunningi þeirra og fyrrum liðsfélagi.

Eftir að hafa endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili ákváðu forráðamenn Manchester United að eyða miklum fjárhæðum í leikmannakaup í sumar.

Félagið eyddi stórum fjárhæðum í kaup á varnarmanninum Raphael Varane frá Real Madrid og kantmaðurinn Jadon Sancho var fenginn inn frá Borussia Dortmund fyrir rúmar 73 milljónir punda.

Rúsínan í pylsuendanum var hins vegar endurkoma Cristiano Ronaldo til félagsins en hann kom á frjálsri sölu frá Juventus.

Getty Images

Ronaldo hefur skorað fimm mörk í fyrstu sjö leikjum sínum fyrir Rauðu djöflana en eftir aðeins tvo sigra í síðustu sex leikjum er pressan á Ole Gunnar Solskjær farin að aukast.

„Gary Neville er sífellt að koma með afsakanir fyrir Solskjær. Hann og Roy Keane eru sífellt að verja hann af því að hann spilaði með þeim og er kunningi þeirra,“ sagði Carragher í hlaðvarpsþætti á dögunum.

Carragher segir afsakanir Neville og Keane ekki halda neinu vatni.

„Ég sit hérna og hugsa með mér að þið (Manchester United) sömduð við leikmann sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í fjórgang, eydduð í kringum 75 milljónum í kantmann, lentuð í 2. sæti í deildinni á síðasta tímabili, töpuðuð ekki leik á útivelli. Það er bara eitt skref eftir. Þetta pirraði mig svo mikið að ég er að skrifa blaðagrein um þetta,“ sagði Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports.

Gary Neville og Roy Keane/ GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði