fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Líkurnar á áframhaldandi samstarfi Vestra og Jóns Þórs aukast – „Er að undirbúa næsta tímabil með Vestra“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 11. október 2021 15:00

Samúel Samúelsson og Jón Þór Hauksson / Mynd: Viðburðastofa Vestfjarða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra hefur fulla trú á því að Jón Þór Hauksson skrifi undir nýjan samning við félagið og stýri því á næsta tímabili. Jón Þór er þegar farinn að undirbúa næsta tímabil hjá liðinu.

„Ég tel að ef við náum að halda í sama kjarna og á nýafstöðnu tímabili að Jón Þór verði áfram þjálfari Vestra,“ sagði Samúel í samtali við 433.is og þá ályktun má draga út frá þeim orðum að lykillinn í að halda í Jón Þór felist í því að lykilmenn liðsins verði áfram í herbúðum Vestra.

Jón Þór er eftirsóttur af mörgum liðum á landinu og Samúel segist vita af þeim áhuga. „Ég veit að lið hafa sett sig í samband við Jón Þór en ég er bjartsýnn á að hann skrifi undir hjá Vestra og að við förum upp í efstu deild að ári,“ sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra.

Jón Þór telur allar líkur á því að hann muni skrifa undir nýjan samning hjá Vestra. „Eins og staðan er núna þá sit ég fyrir framan tölvuna mína og er að undirbúa næsta tímabil með Vestra,“ sagði Jón Þór í samtali við 433.is fyrr í dag.

Jón Þór samdi við Vestra í júlí á þessu ári og gerði samning út tímabilið. Hann tók við liðinu er það var í 6. sæti Lengjudeildarinnar og skilaði því í 5. sæti í lok tímabils. Þá komst Vestri einnig í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem liðið lagði til að mynda þáverandi Íslandsmeistara Vals að velli. Undir stjórn Jóns Þórs vann Vestri átta leiki af fjórtán.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Í gær

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir