fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hjörvar sat í Garðabænum alla helgina og fékk fréttir af Heimi Hallgrímssyni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. október 2021 11:42

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan reynir að sannfæra Heimi Hallgrímsson um að koma til félagsins. Heimir er án starfs en þetta fullyrðir Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Hjörvar ræddi málið í þætti dagsins en Heimir hafði verið orðaður við Val á dögunum en ekkert var til í slíku. Heimir lét af störfum hjá Al-Arabi í Katar.

„Ég var að tala við einn góðan Stjörnumann. Ég var að segja honum að Valur væri að tala við Heimi, ég hafði ekkert fyrir mér en var að testa vatnið. Ég sá að honum brá mjög mikið,“ sagði Hjörvar í þætti dagsins.

Þorvaldur Örlygsson lét af störfum eftir tímabilið og hefur tekið til starfa á skrifstofu félagsins.

Hjörvar segist hafa setið í Garðabæ alla helgina og getað fengið það staðfest að Stjarnan væri að reyna að sannfæra Heimi um að taka til starfa.

„Ég heyrði greinilega að eitthvað væri í gangi og sat og vann í Pizzunni Garðabæ alla helgina. Stjörnumenn eru að reyna að fá Heimir Hallgrímsson, ég er að segja ykkur það.“

Ágúst Gylfason og Jón Þór Hauksson eru einnig orðaðir við starfið. Ljóst er að Heimir myndi vekja mikla athygli með endurkomu í Pepsi Max-deildina. Hann var síðast þjálfari í deildinni árið 2011 en þá stýrði hann ÍBV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“