fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Einkunnir þegar Ísland vann loks leik í Laugardalnum – Jón Dagur bestur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. október 2021 20:38

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann þægilegan sigur á Liechtenstein í kvöld. Um var að ræða leik í undankeppni HM 2022. Ísland var mun betri aðilinn til að byrja með. Liðið skapaði sér þó ekki nein almennileg færi þar til á 18. mínútu þegar Stefán Teitur Þórðarson skoraði eftir flotta fyrirgjöf frá Jóni Degi Þorsteinssyni.

Eftir markið var leikurinn þó áfram fremur hægur. En á 36. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu. Albert Guðmundsson fór á punktinn, tók sér góðan tíma og renndi boltanum svo svellkaldur í netið eftir að markvörður Liechtenstein var farinn í hitt hornið. Staðan í hálfleik var 2-0.

Snemma í seinni hálfleik fékk Viðar Örn Kjartansson dauðafæri eftir fyrirgjöf fró Jóni Degi. Það var þó varið frá honum af stuttu færi. Á 63. mínútu fékk Martin Marxer í liði gestanna sitt annað gula spjald, þar með rautt. Hann braut þá á Þóri Jóhanni Helgasyni sem var kominn í mjög góða stöðu.

Íslenska liðið fékk nokkur færi til að bæta við næsta korterið eða svo. Markið kom svo á 79. mínútu þegar Albert skoraði aftur af vítapunktinum. Þá hafði verið brotið á Sveini Aroni Guðjohnsen. Fjórða markið átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þá skoraði Andri Lucas Guðjohnsen eftir samvinnu við bróður sinn, Svein Aron.

Sigurinn var þó aldrei í hættu. Lokatölur 4-0. Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Byrjunarliðið:

Elías Rafn Ólafsson 5
Hafði ekkert að gera allan leikinn.

Alfons Sampsted 6
Kom með ágætis spretti fram völlinn.

Daníel Leó Grétarsson (´31) 5
Hafði ekkert að gera eins og aðrir varnarmenn

Brynjar Ingi Bjarnason 5
Eins og aðrir varnarmenn þá var lítið að gera í kvöld.

Guðmundur Þórarinsson 5
Ágætis taktar fram á við í fyrri hálfleik

Birkir Bjarnason 5
Ágæt frammistaða en ekkert miklu meira en það.

Stefán Teitur Þórðarson (´80) 7
Frábærlega tímasett hlaup í fyrsta marki leiksins

Þórir Jóhann Helgason (´65) 6
Þokkaleg frammistaða, fín hlaupageta en vantar ögn upp á gæði sóknarlega.

Albert Guðmundsson 7
Ískaldur á punktinum í bæði skiptin en hæfileikar hans njóta sín ekki á kantinum.

Viðar Örn Kjartansson (´65) 6
Ógnandi en vantaði að reka smiðshöggið á góða frammistöðu með marki.

Jón Dagur Þorsteinsson (´65) 7 – Maður leiksins
Sá leikmaður sem var alltaf líklegur, lagði upp markið á Stefán Teit og átti stóran þátt í því þegar vítaspyrnan var dæmd.

Varamenn:

Hjörtur Hermannsson (´31) 5
Reyndi ekkert á Hjört.

Sveinn Aron Guðjohnsen (´65) 6
Frábær stoðsending á bróðir sinn.

Andri Fannar Baldursson (´65) 6
Flott sending þegar Albert fiskaði vítaspyrnuna í þriðja markinu.

Mikael Egill Ellertsson (´65) 6
Ógnaði vel með hraða sínum og krafti.

Andri Lucas Guðjohnsen (´80) 
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool

Segir að Ronaldo myndi ekki komast í byrjunarlið Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ein af hetjum gærdagsins tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið óhugnanlega- Var klappað lof í lófa eftir að hafa komið til bjargar

Ein af hetjum gærdagsins tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið óhugnanlega- Var klappað lof í lófa eftir að hafa komið til bjargar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur

Superliga: Jón Dagur í byrjunarliði AGF í sigri á Álaborg – Nældi sér í gult spjald eftir fjórar mínútur
433Sport
Í gær

Lýsir óhugnanlegu atviki í gær – Snörp viðbrögð björguðu mannslífi

Lýsir óhugnanlegu atviki í gær – Snörp viðbrögð björguðu mannslífi
433Sport
Í gær

Sigurður G talar um ofsóknir frá RÚV: „Endar náttúrulega með þessum harmleik“

Sigurður G talar um ofsóknir frá RÚV: „Endar náttúrulega með þessum harmleik“