fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Kemst ekki í liðið hjá Tottenham og er um leið einn launahæsti leikmaður Real Madrid

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 18:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale, hefur átt betri daga á sínum knattspyrnuferli. Eftir erfiða tíma hjá Real Madrid var hann sendur á láni til enska liðsins Tottenham fyrir tímabilið.

Hjá Tottenham hefur hann hins vegar lítið spilað. Meiðsli hafa verið að hrjá leikmanninn en að sama skapi er Tottenham liðið að spila nokkuð vel og erfitt er að sjá hvernig José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, myndi koma Bale að í liðinu.

Bale hefur þess vegna þurft að sitja á varamannabekk liðsins þegar hann hefur verið heill heilsu. Flest tækifæri hans í byrjunarliði Tottenham hafa komið í enska deildarbikarnum eða Evrópudeildinni.

Leikmaðurinn er á ofursamning hjá Real Madrid, hann er launahæsti leikmaður liðsins og þénar rúmlega 650.000 pund á viku, það jafngildir rúmlega 113 milljónum íslenskra króna.

Lánssamningur Real Madrid við Tottenham gerir það að verkum að Tottenham greiðir helming launa Bale á meðan að hann er hjá liðinu, um það bil 325.000 pund á viku.

Þrátt fyrir að Tottenham greiði helming launa Bale, er Real Madrid samt sem áður að borga leikmanninum laun sem eru hærri en laun margra af stjörnum liðsins.

Til að mynda þénar fyrirliði liðsins, Sergio Ramos, 312.000 pund á viku, framherjinn Karim Benzema þénar 166.000 pund á viku.

Eini leikmaðurinn sem þénar meira en Gareth Bale, þó svo að Tottenham greiði helming launa hans, er Eden Hazard. Vikulaun hans hjá Real Madrid eru 400.000 pund á viku.

Forráðamenn Real Madrid vonuðu að Bale myndi finna taktinn hjá Tottenham, þar með yrðu líkurnar meiri á því að hann myndi yfirgefa félagið eftir lánssamninginn.

Nú eru þeir hins vegar dauðhræddir um að sitja uppi með Bale hjá Real Madrid á ofurlaunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls