Föstudagur 05.mars 2021
433Sport

Manchester United tapaði á móti neðsta liði deildarinnar – Everton og Leicester gerðu jafntefli

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 22:10

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum lauk í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United mistókst að endurheimta toppsæti deildarinnar og tapaði óvænt fyrir Sheffield United. Þá gerði Everton jafntefli við Leicester, Brighton og Fulham skildu einnig jöfn.

Manchester United tók á móti Sheffield United á Old Trafford.

Kean Bryan kom Sheffield United yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá John Fleck.

Harry Maguire, jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Alex Telles.

Leikmenn Sheffield United neituðu hins vegar að leggja árar í bát. Oliver Burke tryggði liðinu sigur með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá John Lundstram.

Heldur betur óvæntur sigur Sheffield sem er eftir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig. Manchester United er í 2. sæti með 40 stig.

Everton tók á móti Sheffield United á Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal varamanna Everton en kom inn á 85. mínútu. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli

James Rodriguez kom Everton yfir með marki á 30. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til á 67. mínútu þegar að Youri Tielemans jafnaði leikinn fyrir Leicester City.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Leicester er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig, Everton er í 7. sæti með 33 stig.

Brighton tók á móti Fulham á heimavelli sínum AMEX Stadium. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið. Brighton er í 17. sæti með 18 stig. Fulham er í 18. sæti með 13 stig.

Manchester United 1 – 2 Sheffield United 
0-1 Kean Bryan (’23)
1-1 Harry Maguire (’64)
1-2 Oliver Burke (’74)

Everton 1 – 1 Leicester City 
1-0 James Rodríguez (’30)
1-1 Youri Tielemans (’67)

Brighton 0 – 0  Fulham 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Milljóna COVID ráðgjöf KSÍ vakti athygli – Guðni útskýrir hækkun á kostnaði við skrifstofuna

Milljóna COVID ráðgjöf KSÍ vakti athygli – Guðni útskýrir hækkun á kostnaði við skrifstofuna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tölfræðin um hörmungar Liverpool – Verri árangur en Moyes náði hjá United

Tölfræðin um hörmungar Liverpool – Verri árangur en Moyes náði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viktor Karl framlengir samning sinn við Breiðablik

Viktor Karl framlengir samning sinn við Breiðablik
433Sport
Í gær

Gylfi átti stoðsendingu í sigri Everton – Tottenham hafði betur gegn Fulham

Gylfi átti stoðsendingu í sigri Everton – Tottenham hafði betur gegn Fulham
433Sport
Í gær

Ólétt eiginkona og De Gea spilar líklega ekki fyrr en í apríl

Ólétt eiginkona og De Gea spilar líklega ekki fyrr en í apríl
433Sport
Í gær

Jóhann Berg heill heilsu á nýjan leik – Gæti komið við sögu gegn Arsenal

Jóhann Berg heill heilsu á nýjan leik – Gæti komið við sögu gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Persónuleg vandamál og óvíst hvenær De Gea snýr aftur

Persónuleg vandamál og óvíst hvenær De Gea snýr aftur
433Sport
Í gær

Ótrúlegar launatölur – 17 þéna yfir 17 milljónir á viku

Ótrúlegar launatölur – 17 þéna yfir 17 milljónir á viku