fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Heiðarlegur Björn Bergmann – Er að elta aurana fari hann til Molde

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður Lilleström sem er að ganga aftur í raðir Molde í Noregi.

Björn lék með Molde á árum áður en hann hafnaði tilboði félagsins á mánudag en hefur fengið nýtt og betra tilboð. Molde hafnaði í öðru sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Lilleström er á leið aftur í deild þeirra bestu.

„Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ segir Björn en Vísir.is vitnar í norska miðla.

Björn sem er 29 ára gamall segist eiga lítið eftir að ferlinum og að hann þurfi að hugsa um krónu og aura.

„Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu.“

Björn lék fyrst með Molde árið 2014 og svo aftur frá 2016 til 2017 en þangað fór hann til Rússlands. Björn raðaði inn mörkum fyrir Molde og vill félagið fá hann aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann