fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Kristján ræðir kjörið sem margir pirra sig á – „Ósköp eðli­legt enda er ekki um vís­indi að ræða“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 09:30

Sara Björk. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir var kjörinn íþróttamaður ársins undir lok síðasta árs, þessi öfluga knattspyrnukona var að vinna verðlaunin í annað sinn á ferli sínum. Kjörið á íþróttamanni ársins er iðulega umdeilt og ekki eru allir sammála valinu.

Samtök íþróttafréttamanna hafa staðið að kjörinu frá árinu 1956 og um þetta málefni skrifar Kristján Jónsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu í blað dagsins. „Í kring­um kjörið á íþrótta­manni árs­ins hjá Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna skap­ast iðulega líf­leg­ar umræður. Eru það ekki ný tíðindi og þrátt fyr­ir að sam­fé­lags­miðlar séu áber­andi fyr­ir­bæri er þessi umræða ekki endi­lega meiri nú en á árum áður. Jafn­vel þótt nú sé hægt að ríf­ast um fleiri atriði eins og lið og þjálf­ara,“ skrifar Kristján í Morgunblaðið í dag.

Kristján segist ekki mótmæla því að rætt sé um kjörið. „Sjálf­ur geri ég ekki at­huga­semd­ir við að fólk kunni að vera ósam­mála um hverj­ir eigi að verða fyr­ir val­inu. Það er ósköp eðli­legt enda er ekki um vís­indi að ræða. En ég geri at­huga­semd við hug­mynd­ir um að „taka“ kjörið af Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna,“ skrifar Kristján og heldur svo áfram.

„Hef ég rek­ist á þetta áður en nú síðast hjá tveim­ur hand­boltaþjálf­ur­um. Sam­tök íþróttaf­rétta­manna komu kjör­inu á árið 1956 og hafa staðið fyr­ir því síðan. Var það önn­ur ástæða þess að brautryðjend­urn­ir Atli Stein­ars­son, Frí­mann Helga­son, Hall­ur Sím­on­ar­son og Sig­urður Sig­urðsson stofnuðu sam­tök­in.“

Oft hefur skapast umræða um að aðrir aðilar standi að kjörinu en Kristján bendir á að þetta sé einkaframtak og spyr hver ætti að fara í þá aðgerð að taka kjörið af Samtökum íþróttafréttamanna.

„Öðrum er að sjálf­sögðu frjálst að standa fyr­ir sam­bæri­legu kjöri og hand­boltaþjálf­ar­arn­ir tveir telja til dæm­is að aðrir séu bet­ur til þess falln­ir. En hver á að „taka kjörið af SÍ“? Rík­is­stjórn­in? Mennta­málaráðuneytið? Lög­regl­an? Kjörið er einkafram­tak en stund­um virðist fólk halda að þetta sé ein­hvers kon­ar op­in­ber fram­kvæmd sem aðrir en fé­lag­ar í sam­tök­un­um geti hlutast til um.“

Pistil Kristjáns er hægt að lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 2 dögum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina