fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Þetta er kostnaður Arsenal við að fá Odegaard í nokkra mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 14:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn norski Martin Odegaard, mun að öllum líkindum fara til Arsenal á láni frá Real Madrid á næstu dögum. Félögin hafa náð samkomulagi sín á milli, þetta fullyrðir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.

Arsenal var ekki eina liðið sem vildi fá Norðmanninn til liðs við sig. Real Sociedad, liðið sem Odegaard spilaði fyrir á síðasta tímabili, hafði einnig hug á að næla í kappann. Romano segir að símtal sem Ödegaard fékk frá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins, hafi sannfært hann um að reyna fyrir sér hjá Arsenal.

Nú hefur verið greint frá því að Arsenal borgi 2,5 milljónir punda fyrir að fá Odegaard á láni út tímabilið. Um er að ræða 440 milljónir íslenskra króna en að auki borgar Arsenal laun hans, Odegaard er sagður þéna um 7 milljónir íslenskra króna á viku.

Leikmaðurinn verður á láni hjá Arsenal út yfirstandandi tímabil, búist er við að Odegaard fari í læknisskoðun hjá Arsenal í dag.

Ödegaard, gekk til liðs við Real Madrid frá norska liðinu Strömsgödset árið 2015. Hann hefur á sínum ferli einnig spilað með Heerenven, Vitesse og Real Sociedad.

Hann var skilgreindur sem undrabarn í knattspyrnu á sínum tíma en hefur átt erfitt með að fóta sig hjá Real Madrid eftir komu sína þangað. Hins vegar gekk honum vel hjá Real Sociedad á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 36 leiki, skoraði 7 mörk og gaf níu stoðsendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“