fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Góður fundur hjá Van de Beek og Solskjær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donny van de Beek miðjumaður Manchester United fundaði með Ole Gunnar Solskjær, stjóra félagsins í síðustu viku. Rætt var um stöðu hollenska miðjumannsins hjá félaginu.

United borgaði um 40 milljónir punda fyrir Van de Beek síðasta haust, félagið lagði áherslu á að fá miðjumanninn frá Ajax.

The Athletic fjallar um málið en Van de Beek og Solskjær funduðu fyrir leikinn gegn Fulham í miðri síðustu viku, Solskjær lofaði Van de Beek að tækifæri hans kæmu. Samkvæmt The Atheltic er Van de Beek vongóður um að tækifærum hans fjölgi á næstu mánuðum.

Van de Beek var í byrjunarliði United gegn Liverpool í enska bikarnum í gær og átti ágætis spretti í 3-2 sigri liðsins. Hann fór af velli um miðbik síðari hálfleiks.

Solskjær tjáði Van de Beek að hann hefði trú á honum og að útilokað væri að hann yrði seldur eða lánaður í janúar.

Góð spilamennska Paul Pogba og Bruno Fernandes hefur orðið til þess að Van de Beek hefur spilað minna en hann hafði vonast eftir. Hollenski miðjumaðurinn var þó meðvitaður um það að fyrsta tímabil hans hjá United gæti orðið svona.

Félagið tjáði honum að hann yrði í stærra hlutverki á næstu leiktíð en búist er við að Paul Pogba fari frá félaginu næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir United fast í „Groundhog Day“ – Nefnir þá sem gætu tekið við

Segir United fast í „Groundhog Day“ – Nefnir þá sem gætu tekið við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skítleg framkoma hjá leikmanni Chelsea náðist á myndband í gær

Skítleg framkoma hjá leikmanni Chelsea náðist á myndband í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Landar stærra starfi hjá Chelsea

Landar stærra starfi hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Í gær

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir
433Sport
Í gær

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“