fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
433Sport

COVID-19 var banamein Jóhannesar – Margir minnast hans með fallegum orðum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, lést í gær, sjötugur að aldri. Greint hefur verið frá því að banamein Jóhannesar hafi verið COVID-19 veiran. Jóhannes gerði garðinn frægan með stórliði Celtic í Skotlandi á áttunda áratugnum og naut mikillar hylli meðal stuðningsmanna liðsins

Jóhannes fæddist í Vestmannaeyjum árið 1950, hann lék lengst af með Val. Hann reyndi einnig 22 ára gamall fyrir sér í atvinnumennsku í Suður-Afríku með Cape Town City í Höfðaborg. Eftir stutta dvöl hjá Metz í Frakklandi og svo Holbæk í Danmörku gekk Jóhannes til liðs við Celtic í Skotlandi árið 1975.

Jóhannes spilaði í fimm farsæl ár með skoska stórliðinu. Hann skoraði 36 mörk á ferli sínum hjá Celtic í 188 leikjum og þótti afar fjölhæfur leikmaður sem gat leyst flestar stöður á knattspyrnuvellinum. Hjá Celtic vann Jóhannes tvo Skotlandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil. Hann hélt svo til Bandaríkjanna árið 1980. Jóhannes lék einnig með Hannover 96 í Þýskalandi og Motherwell í Skotlandi áður en atvinnumannaferli hans lauk árið 1984.

Jóhannes lék 34 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim tvö mörk. Hann var bróðir Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða, en Atli lést árið 2019. Jóhannes lætur eftir sig eiginkonu, Catherine Bradley, og fjögur börn.

„Góður vinur fallinn frá. Jóhannes Eðvaldsson (Búbbi) lést á sjúkrahúsi í Glasgow í Skotlandi í dag. Fékk covid og tapaði baráttunni við þá skæðu veiru. Jóhannes var leikfimiskennari minn í nokkur ár og það er óhætt að segja það að hann hafi verið gallharður og fylginn sér í því starfi. Hann var mikil fyrirmynd í boltanum. Grjótharður og topp varnarmaður og markið sem hann skoraði á móti A-Þjóðverjum með hjólhestaspyrnu árið 1975 gleymist seint. Okkar leiðir lágu saman aftur þegar ég gerðist spilandi þjálfari Reynis í Sandgerði eftir ferilinn hjá FH. Búbbi tók þá við starfi sem framkvæmdastjóri Reynis og það voru góðir tímar hjá okkur. Hvíl í friði kæri vinur,“ skrifar Guðmundur Hilmarsson, fyrrum blaðamaður á Morgunblaðinu í pistli á Facebook.

Halldór Einarsson, sjálfur Henson minnist Jóhannesar með fallegum orðum. „Það er með sorg í hjarta sem ég kveð mjög góðan vin Jóhannes Edvaldsson sem lést í gær í Skotlandi þar sem hann hefur búið í 45 ár og eignast yndislega fjölskyldu. Big Shuggie eins og hann var gjarnan kallaður var mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Celtic og Motherwell, liðunum sem hann lég með í Skotlandi. Búbbi var baráttujaxl en veikindin sóttu á og hann tapaði baráttunni síðdegi í gær, sunnudaginn 24.janúar,“ skriar Henson á Facebook.

Gamlir liðsfélagar minnast hans:

Ljóst má vera að Jóhannes var hetja í augum stuðningsmanna Celtic, margir minnast þessa merka manns á samfélagsmiðlum.

„Afar sorglegt að heyra að Jó­hann­es „Big Shuggie“ Eðvalds­son sé fall­inn frá. Hann var mik­il­væg­ur hlekk­ur í Celtic liðinu sem lagði Ran­gers að velli 4:2 og varð skosk­ur meist­ari árið 1979. Hug­ur minn er hjá fjöl­skyldu hans,“
skrifaði Mur­do Mac­leod fyrrum liðsfélagi hans.

„Veru­lega leiðin­legt að heyra að hinn mikli maður Jó­hann­es er far­inn frá okk­ur. Hann reynd­ist mér afskaplega vel árið sem ég kom til Celtic,“ skrifaði markvörður­inn fyrr­ver­andi Packie Bonner.

Fleiri minnast Jóhannesar eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?