fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Hræðist að geta ekki séð fyrir fjölskyldu sinni – „Ég berst áfram í gegnum sársaukann“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adebayo Akinfenwa er nokkuð þekktur knattspyrnumaður ef tekið er mið af því að hann spilar fyrir neðri deildar lið á Englandi. Akinfenwa, sem er framherji, er þekktur fyrir styrk sinn á velli og hefur verið kallaður ‘Skepnan (The Beast).’

Hann verður 39 ára í maí og hyggst spila þangað til hann verður 40 ára en það er ekki eingöngu vegna ástar hans á knattspyrnu. Hann er fimm barna faðir og hefur þurft að glíma við þrálát meiðsli á sínum knattspyrnuferli. Það varð til þess að hann óttaðist að geta ekki séð fyrir börnum sínum.

„Ég berst áfram í gegnum sársaukann af meiðslunum og nýti hann til þess að ýta mér áfram af því að ég hræðist það að geta ekki séð fyrir fjölskyldu minni. Ef ég hefði unnið í lottóinu væri ég ábyggilega liggjandi á strönd einhvers staðar,“ sagði Akinfewa í viðtali.

Hann segir að það sé mikil rangfærsla að allir þeir sem spili atvinnumannaknattspyrnu þéni mikið og þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjárhag sínum.

„Aðeins lítill hluti þénar mikla peninga og þegar að þeir leikmenn verða 35 ára, þurfa þeir ekki að vinna meir. En fyrir okkur neðri deildar leikmenn er þetta ekki þannig,“ sagði Akinfewa.

Akinfenwa verður í eldlínunni með liði sínu Wycombe, þegar að það mætir Tottenham í enska bikarnum á mánudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“