fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sjáðu þegar Jurgen Klopp trylltist í gær – Hvað gekk á?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 08:14

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley vann í gær magnaðan 1-0 sigur á útivelli gegn Englandsmeisturum Liverpool. Það sem gerir sigurinn enn sérstakari er sú staðreynd að þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 1.369 daga.

Síðasta tap Liverpool á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í kvöld kom á móti Crystal Palace í apríl árið 2017.

Síðan þá hafði Liverpool leikið 69 leiki á heimavelli í deildinni. Unnið 55 leiki og gert 13 jafntefli, hreint út sagt ótrúleg taplaus hrina leikja sem er nú komin á enda.

Allt var við það að sjóða upp úr í hálfleik þegar Fabinho og Ashley Barnes tókust á, það endaði með því að Fabinho fékk gula spjaldið.

Stjórarnir tveir fóru svo að rífast, Jurgen Klopp varð gjörsamlega brjálaður og las yfir Sean Dyche stjóra Burnley. Ekki hefur komið fram hvað fór þeirra á milli.

Klopp og Dyche ákváðu eftir leik að tjá sig ekki um hvað fór þeirra á milli. „Ef að hann segir ekki neitt þá geri ég það ekki, þetta var ekki neitt;“ sagði Jurgen Klopp að leik loknum.

Rifrildi þeirra má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“