fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Ragnar lýsir mjög erfiðri stöðu þegar dóttir hans kom í heiminn – „Þetta bæði tók á og sat í mér“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 08:30

Ragnar og dóttir hans Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er mættur til Úkraínu og er spenntur fyrir nýrri áskorun á ferli sínum. Miðvörður­inn sem er 34 ára gam­all, skrifaði und­ir samn­ing sem gild­ir út tíma­bilið Rukh Vynnyky frá borg­inni Lviv. Liðið leikur í efstu deild þar í landi.

Ragnar yfirgaf FC Kaupmannahöfn á dögunum en þar hafði hann leikið í tæpt ár, þetta var í annað sinn sem þessi öflugi varnarmaður spilar fyrir félagið.

Getty Images

„Það fór ekk­ert eins og ég hafði hugsað mér eða von­ast eft­ir hjá FC Kaup­manna­höfn. Ég var ekki í neitt svaka­lega góðu formi þegar ég kom til Kaup­manna­hafn­ar og strax í fyrstu æf­inga­ferðinni tóku sig upp ein­hver smá­vægi­leg meiðsli hjá mér,“ segir Ragnar við Bjarna Helgason á Morgunblaðinu.

COVID-19 veiran hafði líka áhrif á Ragnar og eiginkona hans sem er frá Rússlandi. Hún gekk með barn þeirra undir belti en sat föst í Rússlandi og Ragnar var síðan í Danmörku. „Svo var öllu skellt í lás í Rússlandi þar sem kon­an mín var kasólétt og hún sat því föst í Moskvu. Hún mátti ekki einu sinni heim­sækja móður sína í Volgograd og það var allt lokað í Dan­mörku líka. Ein­hvern veg­inn tókst mér samt að koma henni til Íslands þar sem fjöl­skylda mín og vin­ir gátu stutt við bakið á henni,“ sagði Ragnar við Morgunblaðið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @sykurson


Á meðan unnusta hans var mætt til Íslands var Ragnar hins vegar fastur í Kaupmannahöfn. „Ég var virki­lega stressaður yfir þessu öllu sam­an og missti til að mynda af fæðingu dótt­ur minn­ar sem bæði tók á og sat í mér,“ segir Ragnar um þessa erfiðu upplifun.

Ragnar náði fínum spretti með FCK síðasta sumar en undir það síðasta fékk hann fá tækifæri og ákvað að fara til Úkraínu. „Ég sneri svo aft­ur í liðið þegar ég var orðinn heill heilsu og fékk sem dæmi tæki­færi gegn Celtic í Evr­ópu­deild­inni en meidd­ist svo strax aft­ur. Ég náði ein­hvern veg­inn aldrei upp nein­um takti né að byggja mig al­menni­lega upp. Á sama tíma hef ég alltaf á mín­um knatt­spyrnu­ferli getað spilað bara heil­ar 90 mín­út­ur, líka eft­ir gott sum­ar­frí eða hlé, þannig að ald­ur­inn er greini­lega aðeins far­inn að segja til sín hjá manni. Þegar allt kem­ur til alls er líka erfitt að vera móti­veraður þegar það er ekk­ert nema vesen í gangi í kring­um mann og ég ein­fald­lega hugsaði ekki nægi­lega vel um bæði lík­amann og and­legu hliðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Í gær

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga