Föstudagur 05.mars 2021
433Sport

Tókust hart á í beinni útsendingu – „Þú talar eins og United sé lítið félag“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 09:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör á Sky Sports í gær þegar Jamie Carragher og Gary Neville tókust á í MNF þættinum. Þeir félagar svíkja engann þegar þeir koma saman á skjánum.

Þeir félagar gerðu upp leik Liverpool og Manchester United sem fram fór á sunnudag, liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield. Liverpool stýrði leiknum en United fékk bestu færi leiksins.

„Ég tel að þetta lið sé ekki tilbúið, fyrir sjö vikum var nánast búið að reka stjórann. Sjö vikum eftir það að fara á á Anfield í erfiðasta leik ársins og hugsa með sér að þeir eigi að keyra yfir þá. Þeir eru ekki tilbúnir í það, þetta er ekki meistaralið,“ sagði Neville en United situr á toppi deildarinnar en Liverpool er í fjórða sæti, þremur stigum á eftir.

„Ég skil af hverju United fór ekki í þennan leik og opnaði sig, fyrir sjö vikum var liðið út um allt en það er komið lengra núna.“

Carragher var ekki sammála þessu og var reiður út í Neville. „Ég kaupi þetta ekki, Manchester United er eitt stærsta félag í heimi. Neville sem hefur unnið allt, þú talar um hugarfar félagsins og liðsins og að þeir séu ekki klárir í að verða meistarar,“ sagði Carragher.

„Þú talar eins og Manchester United séu lítið félag, þetta er öðruvísi tímabil þar sem City og Liverpool eru miklu slakari en áður. Þau gætu komið sér aftur á þann stað á næstu leiktíð, þetta gæti verið besta tækifæri fyrir United að vinna deildina.“

Þessa fjörugu umræðu má sjá hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag
433Sport
Í gær

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar
433Sport
Í gær

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við
433Sport
Í gær

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann