fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Neville biðst afsökunar á gærkvöldinu – Söng um að hann hataði Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 08:49

Gary Neville. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley tók á móti Manchester United á heimavelli sínum, Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley og spilaði allan leikinn.

Eina mark leiksins kom á 71. mínútu. Það skoraði Paul Pogba eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Skot Pogba hafði örlitla viðkomu í varnarmanni Burnley sem gerði það að verkum að Nick Pope, markvörður Burnley, kom engum vörnum við. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sigur Manchester United lyftir þeim upp í efsta sæti deildarinnar þar er liðið með 36 stig, þremur stigum meira en Liverpool sem situr í 2. sæti.

Gary Neville var að lýsa leiknum á Sky Sports en var eitthvað utan við sig í lýsingunni og baðst afsökunar. „Biðst afsökunar á lýsingu minni í kvöld, Stockley Park var út um allt, pródúsentinn var í eyranu hjá mér að segja að Salford hefði skorað á 92 mínútu og United fór á toppinn. Ég verð betri á sunnudag,“ sagði Neville en þá mætast Liverpool og Manchester United.

Gary Neville sem er fyrrum fyrirliði Manchester United var þó í sínu besta skapi eftir leik, hans gamla félag komið á toppinn og heimsækir Liverpool um helgina.

Hann birti myndband af sér að yfirgefa Turf Moor þar sem hann sönglar lagið um sjálfan sig, sem stuðningsmenn Manchester United syngja alltaf. „Gary Neville is a red… is a red… is a red, Gary Neville is a red… He hates Scousers,“ er lagið sem sungið er um Neville.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði