fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Brjálaður tengdapabbi eftir dráttinn í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 09:30

Abbey Clancy og Peter Crouch Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Crouch, fyrrum framherji Liverpool sá um dráttinn í enska bikarnum í gær þegar dregið var í næstu tvær umferðir. Crouch sá til þess að hans gamla félag heldur í erfiðan útileik gegn Manchester United, liðin mætast í deildinni um næstu helgi og svo í bikarnum helgina þar á eftir.

Það sem gerir málið verra fyrir Crouch er að tengdafaðir hans er glerharður stuðningsmaður Liverpool.

„Faðir minn mun drepa þig Crouch, Manchester United vs Liverpool,“ skrifar Abbey Clancy, eiginkona Crouch á Twitter í léttum tón.

Crouch sló á létta strengi um málið. „Ég fer strax í aukaherbergið,“ skrifaði Crouch eftir dráttinn, vitandi að tengdapabbi hans hugsar honum þegjandi þörfina.

Crouch átti glæstan feril sem knattspyrnumaður en lagði skóna á hiluna síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Burnley. Hann lék einnig með Southampton, Aston Villa, Liverpool, Tottenham, QPR Portsmouth og Stoke.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“