fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

,,Byrjum á að koma okkur upp úr þessari deild“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 20:00

Atli Sveinn Þórarinsson. Mynd: Haukar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Sveinn Þórarinsson tók við þjálfun karlaliðs Hauka í dag. Skrifaði hann undir tveggja ára samning. Hann segist stefna á að fara strax upp úr 2. deild með liðið.

Atli stýrði Fylki ásamt Ólafi Stígssyni síðustu tvö tímabil. Þeir voru látnir fara þaðan fyrir nokkrum vikum. Atli þjálfaði áður Davík/Reyni í 3. deild, 2. flokk karla hjá KA auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Stjörnunni.

Igor Bjarni Kostic hefur þjálfað Hauka undanfarin tvö tímabil. Hann hætti á dögunum.

Haukar höfnuðu í níunda sæti 2. deildar í sumar. Á tímablinu í fyrra hafnaði liðið í fjórða sæti sömu deildar. Atli ætlar sér að gera mun betur.

,,Haukar hafa allt sem til þarf til að vera gott Lengjudeildarlið og við setjum stefnuna beint upp. Með tíð og tíma er svo hægt að horfa eitthvað hærra en það en við byrjum á að koma okkur upp úr þessari deild,“ var haft eftir Atla í tilkynningu Hauka um ráðninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið