fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sjáðu kostulegt myndband: Beið eftir aðdáendum fram að lokun en enginn lét sjá sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 09:03

Mynd/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marten de Roon, leikmaður Atalanta á Ítalíu, er mikill húmoristi. Hann birti skemmtilegt myndband á Twitter í gær.

Á myndbandinu fór de Roon í aðdáendabúð Atalanta, þar sem seldar eru treyjur og varningur tengdur félaginu.

Hollendingurinn sagðist svo ætla að gefa þeim fyrstu þremur sem keyptu treyju með nafni hans eiginhandaráritun. Einnig ætlaði hann að borga fyrir treyjuna.

De Roon er ekki allra stærsta nafnið í boltanum og mætti enginn til að kaupa treyju með nafni hans aftan á, enda er ljóst að þetta var aðeins til gamans gert.

,,Ég þori að veðja á að Messi þarf ekki að glíma við þetta,“ skrifaði de Roon við myndbandið. Lionel Messi er auðvitað risastórt nafn í boltanum. Fólk yrði ekki lengi að láta sjá sig ef hann myndi bjóða upp á áritun og fría treyju.

Myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“