fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
433Sport

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útilokað að Heimir Hallgrímsson snúi aftur til ÍBV og taki við meistaraflokki karla félagsins. Þetta herma heimildir 433.is. Stefnir þessi færasti þjálfari Íslands á að halda áfram að starfa erlendis.

Nafn Heimis hefur verið í umræðunni eftir að frá því var greint að Helgi Sigurðsson myndi láta af störfum sem þjálfari liðsins. Helgi hefur ákveðið að hætta eftir að hafa komið liðinu aftur upp í efstu deild.

Heimir er frá Vestmannaeyjum og var þjálfari ÍBV áður en hann tók við starfi hjá íslenska landsliðinu í árið 2011. Hefur hann bæði stýrt kvenna og karlaliði ÍBV.

Heimir lét af störfum hjá Al-Arabi í Katar í sumar, stóð honum til boða að halda starfinu áfram en kaus að leita á önnur mið.

Ekki er útilokað að Heimir fá boð um starf erlendis á næstu vikum en fjöldi fyrirspurna hefur borist á hans borð á undanförnum mánuðum.

Hermann Hreiðarsson, Jón Þór Hauksson og fleiri hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá ÍBV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liðsfélagi Söru Bjarkar að snúa til baka rúmum tuttugu mánuðum eftir að hún meiddist illa

Liðsfélagi Söru Bjarkar að snúa til baka rúmum tuttugu mánuðum eftir að hún meiddist illa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Paul Scholes: „Ég vil ekki vera gleðispillir“

Paul Scholes: „Ég vil ekki vera gleðispillir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lukaku og Werner meiddust í kvöld – „Við verðum að finna lausnir“

Lukaku og Werner meiddust í kvöld – „Við verðum að finna lausnir“
433Sport
Í gær

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós
433Sport
Í gær

Segja næstu tvo leiki geta ráðið framtíð Solskjær hjá Manchester United

Segja næstu tvo leiki geta ráðið framtíð Solskjær hjá Manchester United