fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
433Sport

Krísa í Hlíðunum: „Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 09:30

©Anton Brink 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er krísuástand á Hlíðarenda en karlalið Vals í fimmta sæti og er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Það er því ljóst að Valur nær ekki að verja titilinn. Valur mætti til leiks í mótið með best mannaða liðið að mati sérfræðinga og var spáð sigri af flestum.

Eftir 16 umferðir var Valur á toppi deildarinnar en algjört hrun hefur orðið á Hlíðarenda á síðustu vikum. Liðið tapaði 3-0 gegn Blikum á útivelli í síðustu umferð.

„Ég er ekki alveg laus við pirringinn,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu í sjónvarpsþætti 433 á Hringbraut í gær.

„Á þriðjudagsmorgni er ég að skoða mörkin þá rifjaðist allur þessi pirringur upp. Þyngsli í þessu, mér líður illa. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi.“

Benedikt segir að Valur hafi aldrei átt séns gegn frískum Blikum. „Þetta var leikur kattarins að músinni. Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum. Ég gat ekki séð það að liðið hefði verið í tíu daga æfingabúðum að fara yfir hluti, ég set stórt spurningarmerki hvað var gert í þessu landsleikjafríi.“

Eins og fyrr segir var Valur á toppi deildarinnar þegar langt var liðið á mótið. Hvað gerðist svo? „Ég átta mig ekki á því hvar þetta hrynur, í raun lifðu þeir á lyginni framan af móti. Við ræddum það um miðbik móts að það yrði skrýtið að vinna deildina með 22 mörk skoruð. Það voru allir að bíða eftir því að 5 eða 6 gírinn kæmi en þetta fór í hlutlausan. Eitthvað hefur gerst sem orsakar þessu rosalega þyngsli í hópnum,“ sagði Benedikt.

Meiri umræðu Val og annað má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Klopp staðfestir áhuga á Mbappe en Liverpool hefur ekki efni á honum

Klopp staðfestir áhuga á Mbappe en Liverpool hefur ekki efni á honum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndirnar sem Rooney birti og láku í blöðin birtast – „Hún er fjandsamleg tík“

Myndirnar sem Rooney birti og láku í blöðin birtast – „Hún er fjandsamleg tík“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Draumaferðin í uppnámi – ,,Líður eins og versta pabba í heimi“

Draumaferðin í uppnámi – ,,Líður eins og versta pabba í heimi“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslandsmeistararnir nú þegar tapað fleiri leikjum en í fyrra

Íslandsmeistararnir nú þegar tapað fleiri leikjum en í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum

Samkynhneigður leikmaður á Englandi kemur út úr skápnum
433Sport
Í gær

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Noregi

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Noregi
433Sport
Í gær

Galdur skoraði í tapi gegn Írlandi – Íslenska landsliðið vann riðilinn

Galdur skoraði í tapi gegn Írlandi – Íslenska landsliðið vann riðilinn
433Sport
Í gær

Langur fundur hjá umboðsmanni Pogba og Juventus í dag

Langur fundur hjá umboðsmanni Pogba og Juventus í dag