fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Þetta er stærsti draumur Kylian Mbappe

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 17:00

Kylian Mbappé. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe segir að það að vinna Meistaradeild Evrópu með Paris Saint-Germain sé stærsti draumur hans.

Hinn 22 ára gamli Mbappe hefur verið hjá Parísarliðinu frá árinu 2017. Þá kom hann frá AS Monaco.

Tölfræði Mbappe með PSG er hreint mögnuð. Hann hefur skorað 132 mörk í 171 leik. Þá hefur leikmaðurinn lagt upp 61 mark.

Samningur Frakkans við PSG rennur út næsta sumar. Hann hefur reglulega verið orðaður við Real Madrid. Það er ljóst að það yrði ansi slæmt fyrir PSG að missa þennan stjörnuleikmann frítt frá sér eftir eitt ár.

Miðað við orð Mbappe á dögunum á hann þó eitt stórt verkefni óklárað með PSG.

,,Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina með PSG, það yrði stórkostlegt. Að vinna annan heimsmeistaratitil yrði samt frábært líka,“ sagði Mbappe. Hann varð heimsmeistari með franska landsliðinu árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands