fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 09:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney hefur kvartað til lögreglu vegna mynda sem þrjár 21 árs gamlar stúlkur tóku af honum á hótelherbergi í Manchester aðfaranótt sunnudags.

Rooney, sem er giftur og á fjögur börn, sem og nokkrir félagar hans eru sagðir hafa boðið stúlkunum á VIP-borð sitt á skemmtistaðnum Chinawhite í Manchester á laugardag.

Eftir á er Rooney sagður hafa farið á hótelherbergi stelpnanna ásamt tveimur félögum sínum. Þó kemur fram að ekkert af kynferðislegum toga hafi átt sér stað. Rooney er hins vegar sagður hafa hrósað stelpunum mikið fyrir útlit sitt.

Rooney er svo sagður hafa dáið áfengisdauða í stól á hótelherberginu. Þá fóru stelpurnar að atast í honum. Ein þeirra tók til að mynda mynd af sér þar sem hún rak rassinn á sér í andlit Rooney.

Rooney vaknaði svo í gærmorgun á hótelherberginu. Hann var fljótur að láta sig hverfa. Í kjölfarið deildu stelpurnar myndum af honum frá kvöldinu áður á samfélagsmiðlum. Þær urðu fljótar að dreifast út um allt.

Nú hefur Rooney kvartað til lögreglu vegna myndanna þar sem þær voru teknar án hans samþykkis. Rooney er einnig sagður harður á því að hann hafi ekki gert neitt rangt.

Sjá einnig: Giftur Rooney fór á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig

Rooney, sem er Manchester United-goðsögn, er nú knattspyrnustjóri Derby County í ensku B-deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð