fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Pogba á útleið? – Stjarna Bayern orðuð við Man Utd

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 15:00

Paul Pogba

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba gæti enn farið frá Manchester United í sumar. Samningur leikmannsins rennur út eftir eitt ár og hefur franski miðjumaðurinn ekki enn skrifað undir nýjan. Fari Pogba frá Man Utd er Leon Goretzka orðaður við liðið sem arftaki hans. The Sun fjallar um málið.

Hinn 28 ára gamli Pogba hefur verið hjá Man Utd frá árinu 2016. Þá kom hann frá Juventus á tæpar 90 milljónir punda.

Það hefur þó oft á tíðum gustað um leikmanninn og hann verið orðaður við önnur félög. Pogba hefur til að mynda verið orðaður við Paris Saint-Germain í sumar.

Staða Goretzka hjá Bayern Munchen er svipuð. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Vegna þess gæti hann orðið ódýr kostur fyrir Man Utd ef liðið þyrfti að finna arftaka Pogba.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Í gær

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun
433Sport
Í gær

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí