fbpx
Þriðjudagur 21.september 2021
433Sport

Liðsfélagi Gylfa brjálaður eftir rangar sakargiftir

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 15:30

Gylfi og Delph

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabian Delph, liðfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, er brjálaður út í félagið vegna yfirlýsingunnar sem það gaf út í gjölfar handtöku Gylfa. The Athletic greinir frá.

Í fréttaflutningi á þeim tíma var einungis búið að gefa út að þetta væri 31 árs gamall leikmaður sem hefði spilað landsleiki fyrir þjóð sína. Fabian Delph féll inn í mengið ásamt Gylfa um leið og félagið gaf út að leikmaðurinn væri úr þeirra röðum.

Seinna kom í ljós að Gylfi væri maðurinn sem um var að ræða. Delph var brjálaður yfir því að félagið hafi sett hann á lista almennings um grunaða þegar hann var blásaklaus.

Það vann heldur ekki með Delph að hann var ekki á leiðinni með Everton til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Það gerði hann enn líklegri.

Bradley Johnson, leikmaður Blackburn Rovers og góður vinur Delph, var brjálaður á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að það eigi ekki að gefa út aldur þess handtekna því það gefur frekari vísbendingar um hvern sé að ræða og setur þá saklausa menn í sviðsljósið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tölfræði – Ótrúleg tilviljun í úrslitum Chelsea og Liverpool á þessu tímabili

Tölfræði – Ótrúleg tilviljun í úrslitum Chelsea og Liverpool á þessu tímabili
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aftakaveður þegar stelpurnar hefja leik í undankeppni HM

Aftakaveður þegar stelpurnar hefja leik í undankeppni HM
433Sport
Í gær

Ósáttur við framkomu Erling Haaland – „Kannski hefur umfjöllunin stigið honum til höfuðs“

Ósáttur við framkomu Erling Haaland – „Kannski hefur umfjöllunin stigið honum til höfuðs“
433Sport
Í gær

Ítalski boltinn: Juventus og Milan skildu jöfn – Juventus í fallsæti

Ítalski boltinn: Juventus og Milan skildu jöfn – Juventus í fallsæti