fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Tottenham kastaði fyrsta tilboði City í ruslið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. júní 2021 17:00

Harry Kane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham hefur hafnað fyrsta tilboði Manchester City í framherjann Harry Kane sem vill fara frá Tottenham í sumar.

Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham ætlar sér að reyna að halda í Kane í sumar. City bauð 100 milljónir punda og leikmann að auki.

Fabrizio Romano segir að City sé tilbúið að láta Raheem Sterling, Aymeric Laporte eða Gabriel Jesus til Tottenham í skiptum.

Levy hafnaði þessu tilboði en talið er að málið muni komast betur á hreint eftir Evrópumótið, fari svo að Kane setji mikla pressu á Tottenham um að selja sig gæti City látið til skara skríða.

Talið er að Kane vilji fara til að spila í Meistaradeildinni en Levy sem er harður í horn að taka ætlar sér ekki að selja.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jóhann Berg fagnar aukinni samkeppni – Klár í slaginn gegn Arsenal

Jóhann Berg fagnar aukinni samkeppni – Klár í slaginn gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Heimir Guðjónsson verður þjálfari Vals á næstu leiktíð – „Það er 100 prósent“

Heimir Guðjónsson verður þjálfari Vals á næstu leiktíð – „Það er 100 prósent“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Leicester glutraði niður forystunni – Özil skoraði

Evrópudeildin: Leicester glutraði niður forystunni – Özil skoraði
433Sport
Í gær

Arnór Borg Guðjohnsen og lykilmaður Fram á leið í Víking?

Arnór Borg Guðjohnsen og lykilmaður Fram á leið í Víking?