fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Íslendingar í útlöndum: Brynjólfur á toppinn í Noregi – Bjarni Mark og félagar í vandræðum í Svíþjóð

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 15:28

Brynjólfur í leik með U-21 árs landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar voru á ferðinni með sínum liðum í Noregi og Svíþjóð í dag.

Norska úrvalsdeildin

Íslendingaliðin Kristansund og Sandefjörd léku í efstu deild Noregs í dag.

Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður og lék í um stundarfjórðung með Kristiansund í 2-0 sigri gegn Odd.

Viðar Ari Jónsson var þá í byrjunarliði Sandefjörd í 1-3 tapi gegn Molde. Hann fór af velli þegar um stundarfjórðungur var eftir.

Kristiansund er á toppi deildarinnar með 15 stig eftir sjö leiki. Sandefjörd er í næstneðsta sæti með 3 stig. Þeir hafa þó aðeins leikið fimm leiki.

Sænska B-deildin

Íslendingaliðin Brage og Östers áttu leiki í sænsku B-deildinni í dag.

Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Brage í 2-1 tapi gegn Landskrona. Honum var skipt af velli eftir rúmar 80 mínútur.

Alex Freyr Hauksson sat þá allan leikinn á varamannabekk Östers í markalausu jafntefli gegn Vasteras.

Brage er í fimmtánda, næstneðsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir tíu leiki. Östers er í ellefta sæti með 12 stig, einnig eftir tíu leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona