fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Fastir pennarSport

Ólgusjór og vond spil á hendi – Arnar Þór kemur út sem sigurvegari

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 10:59

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistll:

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu getur gengið stoltur frá borði eftir annað verkefni sitt með liðinu. Örlítill ólgusjór hefur verið í kringum landsliðið eftir að Arnar Þór tók við. Hans fyrsta verkefni með liðið var í mars, þar komu upp mál sem voru erfið fyrir þjálfarateymi liðsins að eiga við. Ekki þarf að rekja þau í þessari grein.

Þegar landsliðið kom svo saman nú í júní virtist stefna í stórslys, skömmu áður en Arnar hafði ætlað að velja hóp sinn fóru menn að hellast úr lestinni. Lykilmenn gáfu ekki kost á sér og aðrir fengu hreinlega ekki leyfi til að mæta í verkefnið, Arnar þurfti að fresta því að opinbera hóp sinn því fáir vildu eða gátu mætt. Ekki beint góð staða fyrir landsliðsþjálfara sem er nýr í starfi.

Arnar lagði af stað til Dallas í Texas til að mæta sterku liði Mexíkó, margir óttuðust hreinlega að íslenska liðið fengi skell í þeim leik. Frammistaðan var hins vegar góð þrátt fyrir 2-1 tap, ungir menn stimpluðu sig inn og þjóðin varð spennt. Næsti leikur liðsins var svo gegn Færeyjum, frammistaðan léleg en sigur kom í hús.

Liðið mætti svo öflugu liði Póllands í gær þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli, frammistaðan var frábær og liðið hársbreidd frá sigri.

Eftir leikinn og þetta verkefni hefur Arnar fleiri svör en spurningar, ungir menn stigu hressilega upp og aðrir eldri menn minntu svo sannarlega á sig. Brynjar Ingi Bjarnason varnarmaður KA lék alla þrjá leikina, átti tvo frábæra leiki og virðist á leið í atvinnumennsku. Brynjar var að spila sína fyrstu landsleiki fyrir Ísland, það er efni í rannsókn hvernig hann hefur ekki spilað fyrir yngri landslið Íslands.

Ísak Bergmann Jóhannesson heillaði með frammistöðu sinni í Mexíkó. Fá margir vatn í munninn við þá tilhugsun að sjá Ísak og Gylfa Þór Sigurðsson saman á miðsvæðinu í haust. Andri Fannar Baldursson átti öfluga innkomu og stimplaði sig inn, sömu sögu er hægt að segja um Mikael Neville Anderson. Kolbeinn Sigþórsson virkaði í sínu besta formi í fimm ár, það er eitthvað til að byggja á.

Þá fékk Guðmundur Þórarinsson stórt tækifæri í stöðu vinstri bakvarðar í gær og greip gæsina, Guðmundur lagði upp eitt mark í leiknum og átti stóran þátt í öðru. Ögmundur Kristinsson gerði vel í markinu og áfram mætti telja. Albert Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark í alvöru landsleik, hann hafði áður aðeins skorað gegn liði Indónesíu sem almenningur þar í landi fékk að velja.

Arnar Þór stendur uppi sem sigurvegari eftir verkefnið, hann fékk erfið spil á hendi en getur labbað frá borði með sterkari og breiðari hóp. Þannig gæti íslenska þjóðin séð talsvert breytt og spennandi byrjunarlið í haust þegar undankeppni HM heldur áfram.

Það er svo Arnars að nýta þennan meðbyr í haustið þar sem úrslit þurfa að nást ætli Ísland að eiga möguleika á sæti á HM í Katar árið 2022.

Pistill eftir Hörð Snævar Jónsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða