fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Lúxus fylgir COVID í ferðalögum landsliðsins – Ferðast nú bara einir á milli staða

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. maí 2021 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefni íslenska landsliðsins er komið á fulla ferð. Ísland mætir Mexíkó 30. maí á AT&T Stadium í Dallas í Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 01:00 (eftir miðnætti) að íslenskum tíma. Strákarnir fara næst til Færeyja og mæta þar heimamönnum 4. júní á Tórsvelli og loks til Póllands þar sem þeir leika gegn Pólverjum 8. júní á Poznan Stadium.

Liðið kom til Dallas á miðvikudag og æfði í fyrsta sinn í gær. „Það voru allir með á æfingunni, allan tímann. Það var fínt. Engin meiðsli, það er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar á fréttamannafundi í gær.

Vegna COVID þarf landsliðið að ferðast með einkaþotu í öll sín verkefni og Arnar segir það góðan kost. „Það er algjör lúxus að geta ferðast eins og við. Þetta er átta tíma beint flug til Dallas, en FIFA reglurnar eru þær að við verðum að vera í leiguflugi. Það þýðir að allir eru með sitt pláss í vélinni og auðvelt að koma sér í gegnum flugvöllinn við lendingu. Þrátt fyrir vegalengdina var ferðalagið mjög gott og þægilegt. Það situr ekki í neinum.“

Arnar segir leikinn gegn Mexíkó um helgina, fyrst og síðast snúast um það hvað íslenska liðið ætlar sér að gera. Minni tími en fyrir keppnisleiki fer í að greina andstæðinginn. „Við fyrst og fremst horfum á okkur sjálfa. Við erum mest að vinna í okkar hlutverkum, gildum og leikstíl. Það er það mikilvægasta. Við viljum bæta leik okkar og þjálfa strákana í okkar leikstíl, bæði varnarlega og sóknarlega.“

Stór skörð vantar í íslenska landsliðið, óttast Arnar það að fá skell sem gæti reynst ungu og óreyndu liði erfiður biti að kyngja?

„Sem íþróttamaður má maður aldrei fara inn í verkefni með hræðslu um að fá skell. Það getur alltaf gerst. Þú getur unnið stórt og þú getur tapað stórt. Það er hluti af íþróttinni. Við reynum að prenta inn í okkar leikmenn að þeir þori að gera mistök. Þá þora þeir að reyna þá hluti sem við erum að vinna eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Silva aftur heim

Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils