fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Þróttur burstaði Stjörnuna í Garðabæ

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 21:16

Mynd/Facebook síða Þróttar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur Reykjavík vann stórsigur á Stjörnunni á útivelli í 5. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom gestunum yfir eftir rúman stundarfjórðung eftir fyrirgjöf Andreu Rutar Bjarnadóttur. Þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks fékk Þróttur vítaspyrnu. Katherine Amanda Cousins steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan í hálfleik var 0-2.

Snemma í seinni hálfleik fóru gestirnir úr Laugardalnum svo langt með að gera út um leikinn. Þá skoraði Katherine Amanda annað mark sitt með skalla eftir hornspyrnu. Lea Björt Kristjánsdóttir kom Þrótti í 0-4 eftir rétt rúman klukkutíma leik. Fimmta mark þeirra skoraði svo Shaelan Grace Murison Brown.

Stjarnan klóraði í bakkann með marki frá Hildigunni Ýr Benediktsdóttur seint í leiknum. Lokatölur 1-5.

Þróttur fer upp í fjórða sæti deildarinnar, tímabundið hið minnsta, með sigrinum. Þær eru með 6 stig eftir fimm leiki. Stjarnan er með 4 stig í sjötta sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar