fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Pepsi-Max: Valur, Breiðablik og KA með sigra

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld fóru fram 3 leikir í 6. umferð Pepsi-Max deildar karla. ÍA tók á móti Breiðablik, Valur sótti Keflavík heim og KA fór í Garðabæinn.

ÍA 2 – 3 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson (´42)
1-1 Viktor Jónsson (´47)
1-2 Jason Daði Svanþórsson (´56)
1-3 Árni Vilhjálmsson (´78)
2-3 Steinar Þorsteinsson (´89)

Leikur ÍA og Breiðabliks var nokkuð opinn og skemmtilegur. Blikar voru meira með boltann og sóttu stíft. Gísli Eyjólfsson braut ísinn rétt fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Kidda Steindórs.

Leikmenn ÍA komu grimmir út í seinni hálfleik og jöfnuðu strax með skallamarki frá Viktori Jónssyni eftir hornspyrnu. Blikar komust aftur yfir 10 mínútum seinna með marki frá Jasoni Daða eftir undirbúning Gísla Eyjólfs sem stal boltanum af Óttari. Árni Vill kom Blikum í 1-3 á 78. mínútu eftir stoðsendingu frá Jasoni Daða eftir hraða skyndisókn Blika. Steinar Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir ÍA undir lok venjulegs leiktíma en meira var ekki skorað og sigur Blika staðreynd.

Blikar eru áfram í 5. sætinu með 10 stig og ÍA situr áfram í 9. sæti með 5 stig.

Keflavík 1 – 2 Valur
0-1 Rasmus Christiansen (´39)
0-2 Birkir Már Sævarsson (´52)
1-2 Joey Gibbs (´93)

Íslandsmeistararnir unnu 1-2 sigur á nýliðunum. Valsmenn voru meira með boltann í leiknum og biðu þolinmóðir eftir fyrsta markinu sem kom á 39. mínútu en það var Rasmus sem skoraði það eftir stoðsendingu frá Kristni Frey. Birkir Már tvöfaldaði forystu Valsmanna snemma í fyrri hálfleik eftir vandræðagang í vörn Keflavíkur. Gibbs skoraði sárabótamark fyrir Keflavík í lok uppbótartíma en það nægði ekki til og Valur fer með sigur.

Valur fer því á toppinn, að minnsta kosti tímabundið, með 16 stig. Keflavík er í 10. sæti með 3 stig.

Stjarnan 0 – 1 KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (´82)

Stjörnumenn byrjuðu leikinn af krafti en smátt og smátt fór KA að taka yfir. Bæði lið spiluðu varfærnislega og voru þétt baka til. Elfar Árni braut ísinn fyrir KA-menn á 82. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.

KA fer upp í 2. sætið með 13 stig en Stjarnan er áfram á botni deildarinnar með 2 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“