fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Aguero ósáttur við Pep

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Aguero er sagður vera ósáttur við Pep Guardiola og hvernig staðið var að brottför hans frá Manchester City.

Sergio Aguero sem er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi kvaddi Etihad og stuðningsmenn í gær eftir 10 ár hjá klúbbnum. Leikmaðurinn kom inn á sem varamaður og skoraði tvívegis og með því bætti hann met Wayne Rooney. Aguero er því sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir eitt félag í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt The Athletic töluðu Aguero og Guardiola ekki saman í nokkrar vikur í mars. Aguero er sagður vera ósáttur við Pep þar sem hann vildi ekki bjóða honum nýjan samning í sumar og þetta særði Aguero. Sambandið á að hafa verið svo slæmt að þeir félagarnir töluðust ekki við í marsmánuði.

Þá segir einnig í frétt The Athletic að Aguero hafi verið tilbúinn að spila síðustu vikur og loksins laus við meiðsli en Guardiola leyfði honum samt ekki að spila mikið.

Þeir félagar virtust þó mestu mátar í fögnuði liðsins eftir leik í gær og þetta hafði Guardiola að segja um argentíska framherjann:

„Við elskum hann svo mikið,“ sagði Guardiola við Sky Sports með tárin í augunum.

„Hann er svo yndislegur. Við munum ekki fá neinn eins og hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“