fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Ótrúleg dramatík er Leicester varð enskur meistari í fyrsta sinn

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 18:10

Markinu fagnað. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester er enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Chelsea í úrslitaleik á Wembley í dag.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og mjög taktískur. Hvorugt liðið tók mikla áhættu og hélt spilunum þétt að sér. Chelsea var aðeins meira með boltann en Leicester átti aðeins hættulegri færi. Staðan í hálfleik var markalaus.

Það var Leicester sem komst yfir á 63. mínútu með frábæru marki Youri Tielemans. Reece James átti þá slaka sendingu úr vörn Chelsea sem að Ayoze Perez náði að komast inn í . Þaðan barst boltinn til Luke Thomas sem kom boltanum á Tielemens sem tók tvær snertingar áður en hann hamraði boltann glæsilega upp í vinstra hornið af löngu færi. 1-0 fyrir refina.

Chelsea lá á Leicester eftir markið. Tvisvar þurfti Kasper Schmeichel að hafa sig allan við til að verja. Fyrst varði hann skalla Ben Chillwell alveg úti við stöng á 78. mínútu. Um tíu mínútum síðar gerði hann svo frábærlega í því að verja fast skot Mason Mount.

Á 90. mínútu kom Chelsea boltanum í netið. Leikmenn liðsins fögnuðu innilega en eftir skoðun í VAR komust dómarar að þeirri niðurstöðu að Ben Chillwell hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. Það var um millimetraspursmál að ræða. Ótrúleg dramatík.

Lokatölur urðu 1-0 fyrir Leicester sem vinnur enska bikarinn í fyrsta sinn í sögunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls