fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Veskið á lofti í Mosfellsbæ – Reyndur leikmaður með merkilegan feril skrifar undir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aturelding hefur samið við spænska miðvörðinn Albert Serran og mun hann leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Albert er 36 ára gamall en hann á að baki öflugan feril. Albert ólst upp hjá Espanyol og spilaði með liðinu nokkra leiki í spænsku
úrvalsdeildinni áður en hann söðlaði um og gekk í raðir Swansea.

Þar spilaði Albert í þrjú ár og hjálpaði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina árið 2011. Albert hefur síðan þá spilað í úrvalsdeildunum í Kýpur, Albaníu, Marokkó og Indlandi. Albert vann meðal annars Ofurdeildina í Indlandi með liði Bengaluru fyrir tveimur árum.

,,Ég er hæstánægður með að vera orðinn hluti af Aftureldingu og er mjög spenntur að byrja þetta nýja ævintýri. Ég vonast til að við getum náð sem bestum árangri saman sem lið,“ sagði Albert eftir að hafa skrifað undir.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem leikur í Lengjudeildinni fagnar komu Albert. ,,Við höfum verið í leit að reyndum varnarmanni í talsverðan tíma og fögnum því að hafa náð að sannfæra Albert um að taka eitt ævintýri til viðbótar á ferli sínum. Albert hefur gríðarlega reynslu og mun geta miðlað henni og hjálpað samherjum sínum að verða ennþá betri. Við erum mjög ánægðir með að vera með breiðan og góðan leikmannahóp fyrir sumarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Í gær

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir