fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Cavani jafnaði met Chicharito og Solskjær

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 16:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edinson Cavani, framherji Manchester United, jafnaði í dag met stjóra síns, Ole Gunnar Solskjær og Javier Hernandez, Chicharito eins og hann er gjarnan kallaður, með því að skora sitt fimmta mark fyrir félagið eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Cavani skoraði síðasta mark leiksins í 1-3 sigri gegn Aston Villa fyrr í dag. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Marcus Rashford. Markið var, sem fyrr segir, hans fimmta á tímabilinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Solskjær skoraði jafnmörg mörk eftir að hafa komið inn af bekknum tímabilið 1998-1999. Chicharito gerði slíkt hið sama tímabilið 2010-2011. Þeir þrír deila því metinu eins og staðan er í dag.

Man Utd á enn eftir að leika fjóra leiki á tímabilinu. Það gæti því verið að Cavani muni bæta metið, komi hann oftar inn af bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“
433Sport
Í gær

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Í gær

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra