fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Hnífarnir á lofti er frammistaða Blika var rædd – „Hrós á Óskar Hrafn“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 07:00

Benedikt Bóas Hinriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu var gestur í þættinum 443.is sem sýndur var á Hringbraut á þriðjudaginn.

Meðal þess sem Benedikt ræddi í þættinum var arfaslök byrjun Breiðabliks í Pepsi-Max deild karla en liðið tapaði sannfærandi á móti KR í 1. umferð deildarinnar um síðastliðna helgi.

Breiðablik var af mörgum spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir mót en frammistaða helgarinnar rennir ekki stoðum undir þá spá.

„Litlu strákarnir í Kópavogi þoldu ekki pressuna. Ef þetta er það sem koma skal þá enda Blikar bara í 7. sæti. Þeir ógnuðu aldrei markinu, ég held að þeir hafi átt eitt skot. Thomas Mikkelsen sem ég myndi glaður vilja hafa í Val, hann er settur út á kant og er ekki með í neinu spili. Ég skil þetta ekki alveg,“ sagði Benedikt í þættinum 433.is.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, tók tapið á sig í viðtali eftir leik og Benedikt segir það virðingarvert.

„En hrós á Óskar Hrafn þjálfara. Hann tók tapið bara á sig en þetta var ekki gott. Þú getur oft tapað leik en tekið eitthvað jákvætt úr honum en hvað var jákvætt við þennan leik Breiðabliks?“

Breiðablik á erfiðan útileik í vændum um næstu helgi er liðið mætir Leikni Reykjavík í Breiðholti. Leiknir, sem eru nýliðar í deildinni eru sýnd veiði en ekki gefin.

„Þeir eiga erfiðan leik í vændum um helgina á móti Leikni í Breiðholtinu, þeir fá ekkert gefins þar,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu.

Viðtalið við Benedikt Bóas og þátt 433.is í heild sinni, má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“