fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
433Sport

Spáin fyrir sumarið – Svona verður kjallarabaráttan

433
Föstudaginn 30. apríl 2021 09:01

FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efsta deild karla hefst í dag þegar Valur og ÍA spila fyrsta leik sumarsins, deildin hefst viku á eftir áætlun vegna kórónuveirunnar.

Ljóst er að deildin gæti orðið meira spennandi en oft áður, mörg lið ætla sér að berjast um þann stóra og því fylgir bæði gleði og sorg þegar talið verður upp úr pokanum í haust.

Spá 433.is fyrir efstu deild karla fyrir neðri hlutann er hér að neðan en spáin fyrir efri hlutann birtist fyrr í vikunni.

Spáin fyrir sumarið: Svona verður baráttan í efri hlutanum – Vonbrigði í Garðabæ?

7 – HK
Hafa vel mannað lið, mikill stöðugleiki hefur verið í leikmannahópi HK síðustu ár en það hefur verið bæting á leik liðsins. Með Valgeir Valgeirsson og Birni Snæ Ingason á köntunum á HK að geta strítt öllum liðum deildarinnar. HK er með stöðuga varnarlínu og kröftugt miðsvæði en vantar framherja sem skorar reglulega.

Lykilmaður – Valgeir Valgeirsson

Komnir
Birkir Valur Jónsson
Ívan Óli Santos
Örvar Eggertsson

Farnir
Hörður Árnason
Þórður Þorsteinn Þórðarson
Alexander Freyr Sindrason
Ari Sigurpálsson

GettyImages

8 – Víkingur
Hafa misst nokkra sterka leikmenn frá síðustu leiktíð og þar má helst nefna Óttar Magnús Karlsson sem skoraði stærstan hluta af mörkum liðsins. Víkingar eru að reyna að semja við danskan framherja en óvíst er hvort það takist, hafa bætt við Pablo Punyed sem mun reynast algjör lykilmaður í Víkinni. Ætli liðið að fara ofar í töfluna þarf Kári Árnason að haldast heill og mynda öflugt teymi með Halldóri Smára í hjartanu og Ingvar Jónsson í markinu. Munu halda áfram að skemmta fólki.

Lykilmaður – Pablo Punyed

Komnir
Axel Freyr Harðarson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Pablo Punyed

Farnir
Dofri Snorrason
Óttar Magnús Karlsson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Davíð Örn Atlason


© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

9 – Fylkir
Hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku frá síðustu leiktíð, Valdimar Ingimundarson er horfin á braut og sömu leið fór Ólafur Ingi Skúlason. Tveir af bestu leikmönnum liðsins og óvíst er hvort að Fylkir nái að fylla þau skörð. Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson hafa heillað marga í starfi sínu sem þjálfari, eru á leið inn í sitt annað tímabil með ungt lið og það gæti vantað stöðugleika.

Komnir
Orri Hrafn Kjartansson
Torfi Tímóteus Gunnarsson
Unnar Steinn Ingvarsson
Dagur Dan Þórhallsson
Jordan Brown

Farnir
Ólafur Ingi Skúlason
Sam Hewson
Valdimar Þór Ingimundarson
Andrés Már Jóhannesson
Arnar Darri Pétursson
Arnar Sveinn Geirsson
Arnór Gauti Ragnarsson
Hákon Ingi Jónsson

Mynd/Heimasíða Leiknis

10 – Keflavík
Joey Gibbs liðið, það virðast flestir horfa í það að framherjinn frá Ástralíu skori 10 plús mörk og haldi Keflavík uppi. Eftir að hafa orðið sér til skammar í efstu deild sumarið 2018 hefur Keflavík stokkað spil sín og virðast mæta til leiks með öflugt lið. Sögufrægt félag en Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafa gert vel í að byggja upp nýtt og öflugt lið. Þurfa að byrja vel svo að gamlir draugar fari ekki að gera vart við sig.

Lykilmaður – Joey Gibbs

Komnir
Ísak Óli Ólafsson
Marley Blair
Oliver James Kelaart Torres
Ástbjörn Þórðarson
Christian Volesky

Farnir
Kristófer Páll Viðarsson
Tristan Freyr Ingólfsson
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
Kasonga Ngandu til Coventry

11 – Leiknir
Sigurður Heiðar Höskuldsson stýrði Leikni upp í efstu deild í annað sinn í sögu félagsins, styrkingar liðsins hafa komið með erlendum leikmönnum og óvíst er hvernig þeir smella inn í vel spilandi lið Leiknis. Þurfa stemminguna í Efra-Breiðholti til að gera heimavöll sinn að vígi. Líklega er efsta deild en aðeins of stórt skref fyrir Leikni til að geta haldið sér í deildinni.

Lykilmaður – Sævar Atli Magnússon

Komnir
Andrés Escobar
Emil Berger
Loftur Páll Eiríksson
Octavio Páez

Farnir
Vuk Oskar Dimitrijevic

12 – ÍA
Bestu menn liðsins horfnir á braut og félagið hefur lítið styrkt sig í vetur, fréttir um fjárhagserfiðleika á síðasta ári hafa orðið til þess að Skagamenn hafa dregið saman seglin og fara inn í mótið með ódýrara lið en síðustu ár. Jóhannes Karl Guðjónsson þarf að fá allt til að smella svo að Skagamenn fari ekki niður. Skagamenn vilja berjast á toppi deildarinnar en þurfa að spýta í lófana til að falla ekki í sumar.

Lykilmaður – Óttar Bjarni Guðmundsson

Komnir
Hákon Ingi Jónsson
Þórður Þorsteinn Þórðarson
Alex Davey
Dino Hodzic
Elias Tamburini

Farnir
Bjarki Steinn Bjarkason
Lars Johansson
Stefán Teitur Þórðarson
Tryggvi Hrafn Haraldsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pepsi-Max: Bandarískir sóknarmenn hafa skorað þriðjung markanna

Pepsi-Max: Bandarískir sóknarmenn hafa skorað þriðjung markanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórkostleg leið O´Donnell til að ráða við Jack Grealish

Stórkostleg leið O´Donnell til að ráða við Jack Grealish
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á Dominic Calvert-Lewin

Real Madrid hefur áhuga á Dominic Calvert-Lewin
433Sport
Í gær

Ensku klúbbarnir hafa ekki formlega yfirgefið Ofurdeildina

Ensku klúbbarnir hafa ekki formlega yfirgefið Ofurdeildina
433Sport
Í gær

Hræðilegt ástand á Akureyri til umræðu – ,,Byrjiði bara að stinga hann upp, búið til bílastæði mín vegna“

Hræðilegt ástand á Akureyri til umræðu – ,,Byrjiði bara að stinga hann upp, búið til bílastæði mín vegna“
433Sport
Í gær

EM 2020: Spánverjum tókst ekki að leggja Pólland

EM 2020: Spánverjum tókst ekki að leggja Pólland