fbpx
Föstudagur 18.júní 2021
433Sport

Spáin fyrir sumarið: Svona verður baráttan í efri hlutanum – Vonbrigði í Garðabæ?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 10:27

©Anton Brink 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efsta deild karla hefst á föstudag þegar Valur og ÍA spila fyrsta leik sumarsins, deildin hefst viku á eftir áætlun vegna kórónuveirunnar.

Ljóst er að deildin gæti orðið meira spennandi en oft áður, mörg lið ætla sér að berjast um þann stóra og því fylgir bæði gleði og sorg þegar talið verður upp úr pokanum í haust.

Spá 433.is fyrir efstu deild karla er hér að neðan er byrjað er á efri hluta deildarinnar. Fallbaráttan gæti svo orðið æsispennandi fjallað verður um neðri hluta deildarinnar á morgun.

1 – Valur

Með sigursælasta þjálfarann, breiðasta hópinn og hefðina er Valur liðið til þess að vinna í sumar. Náðu frábærum árangri á síðustu leiktíð og voru með yfirburðar besta liðið, hafa aðeins hikstað í aðdraganda mótsins en ættu að geta fundið vopn sín þegar alvaran byrjað. Stærsta spurningarmerki Vals er hvernig liðið leysir fjarveru Tryggva Hrafns Haraldssonar, hann meiddist á dögunum og verður frá í tvo mánuði. Án Tryggva er lítill hraði í sóknarleik Vals en Aron Bjarnason hefur horfið á braut frá síðustu leiktíð. Hafa Patrick Pedersen sem mun heill heilsu berjast um gullskóinn og stöðuga vörn sem ætti að halda í flestum leikjum.

Komnir
Kristófer Jónsson
Johannes Vall
Tryggvi Hrafn Haraldsson
Almarr Ormarsson
Arnór Smárason
Christian Köhler

Farnir
Aron Bjarnason
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Einar Karl Ingvarsson
Kasper Högh
Lasse Petry
Valgeir Lunddal Friðriksson

Heimir Guðjónsson þjálfari Vals. Mynd: Anton Brink

Lykilmaðurinn – Patrick Pedersen

2 -KR

Rúnar Kristinsson við stýrið og þá eru KR-ingar til alls líklegir, hafa litið frábærlega út í vetur og þá sérstaklega nú í aðdraganda mótsins. Hafa siglt undir radarinn, engin Evrópukeppni mun trufla fullorðið lið KR í sumar. Hafa ekki breiðan hóp en ef lykilmenn haldast heilir gæti KR svo sannarlega unnið deildina, Óskar Örn Hauksson hefur verið í frábæru formi fyrir tímabilið og þá er líklegt að KR-ingar bæti við varnarmanni áður en félagaskiptaglugginn lokar. Allt stefnir svo í að KR muni í sumar semja við Kjartan Henry Finnbogason sem styrkir liðið verulega.

Komnir
Guðjón Baldvinsson
Grétar Snær Gunnarsson

Farnir
Gunnar Þór Gunnarsson
Jóhannes Kristinn Bjarnason
Pablo Punyed
Ástbjörn Þórðarson
Finnur Orri Margeirsson
Finnur Tómas Pálmason

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Lykilmaðurinn – Óskar Örn Hauksson

3 – Breiðablik

Eftir að hafa endað í fjórða sæti í fyrra stefna Blikar hærra og stuðningsmenn félagsins eru farnir að bíða eftir titli í Kópavoginn, unnu síðast bikar árið 2010 þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins. Óskar Hrafn er á leið inn í sitt annað tímabil, í fyrra vantaði stöðugleika en ef Blikum tekst að finna hann gæti liðið blandað sér í baráttu um þann stóra. Hafa vel mannað lið og breiðan hóp en flestir leikmenn liðsins hafa ekki unnið titil í meistaraflokki og það er erfið brekka að klífa að ná í þann fyrsta.

Komnir
Árni Vilhjálmsson
Davíð Örn Atlason
Finnur Orri Margeirsson
Jason Daði Svanþórsson

Farnir
Gunnleifur Gunnleifsson
Karl Friðleifur Gunnarsson – Lánaður í Viking R
Brynjólfur Andersen Willumsson
Guðjón Pétur Lýðsson

Mynd/Blikar

Lykilmaðurinn – Árni Vilhjálmsson

4 – FH

Með frábærlega vel mannað lið og nokkuð breiðan hóp, hafa hins vegar ekki verið mjög sannfærandi í vetur. Það er spurning hvort Logi Ólafsson og aðstoðarmaður hans Davíð Þór Viðarsson hafi náð að finna taktinn nú þegar mótið er að hefjast, Matthías Vilhjálmsson gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið og haldist hann í góðu formi eru FH-ingum allir vegir færir. Þurfa að fá meira frá bakvörðum sínum en Hörður Ingi Gunnarsson og Hjörtur Logi Valgarðsson áttu ekki marga góða spretti á síðasta ári. Miðsvæðið með Eggert Gunnþór Jónsson, Björn Daníel Sverrisson og Ágúst Eðvald Hlynsson er líklega eins gott og það verður í íslenskum fótbolta.

Komnir
Oliver Heiðarsson
Teitur Magnússon
Vuk Oskar Dimitrijevic
Ágúst Eðvalds Hlynsson
Matthías Vilhjálmsson

Farnir
Atli Guðnason
Baldur Sigurðsson
Egill Darri Makan Þorvaldsson
Ólafur Karl Finsen
Þórður Þorsteinn Þórðarson
Brynjar Ásgeir Guðmundsson
Daníel Hafsteinsson

© 365 ehf / Stefán Karlsson

Lykilmaðurinn – Eggert Gunnþór Jónsson

5 – KA

Það er talsverð pressa á KA í sumar enda hefur félagið tjaldað miklu til, Arnar Grétarsson er á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil með KA. Varnarleikur liðsins var mjög agaður undir stjórn Arnars á síðasta ári en sóknarleikurinn var slakur, til að geta blandað sér í baráttu efstu liða þarf liðið að ná vopnum sínum fram á við . Hafa styrkt liðið vel í vetur og þar ber hæst þegar félagið krækti í Jonathan Hendricx sem sagður er einn dýrasti leikmaður efstu deildar, bakvörðurinn hefur áður gert það gott hér landi með FH og Breiðablik. Ásgeir Sigurgeirsson og Elfar Árni Aðalsteinsson þurfa að finna markaskó sína en báðir hafa verið óheppnir með meiðsli síðustu mánuði og ár.

Komnir
Daníel Hafsteinsson
Jonathan Hendrickx
Sebastiaan Brebels
Dusan Brkovic
Steinþór Már Auðunsson

Farnir
Almarr Ormarsson
Jibril Abubakar
Mikkel Qvist
Aron Dagur Birnuson
Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Mynd/KA

Lykilmaðurinn – Hallgrímur Mar Steingrímsson

6 – Stjarnan

Miðað við síðustu ár er nánast öruggt að Stjarnan endi ofar, liðinu hefur verið spáð í 4-6 síðustu ár en oftast nær endar liðið í Evrópusæti. Lið Stjörnunnar er hins vegar spurningarmerki og þá helst þegar kemur að markaskorun. Emil Atlason mun líklega leiða línuna og hann þarf að springa út, þá þarf Hilmar Árni Halldórsson að eiga eitt af sínum betri tímabilum svo að Stjarnan geti blandað sér í toppbaráttu. Eru vel agaðir varnarlega, Alex Þór Hauksson er horfin á braut en Einar Karl Ingvarsson á að fylla hans skarð og hann þarf að verja varnarlínuna. Ólafur Karl Finsen er mættur aftur í Garðabæinn og gæti orðið X-Factor liðsins.

Komnir
Arnar Darri Pétursson
Einar Karl Ingvarsson
Magnus Anbo
Oscar Borg
Ólafur Karl Finsen

Farnir
Alex Þór Hauksson
Guðjón Baldvinsson
Vignir Jóhannesson
Þorri Geir Rúnarsson
Ævar Ingi Jóhannesson
Jóhann Laxdal
Jósef Kristinn Jósefsson

Hilmar Árni Halldórsson. Mynd/Valli

Lykilmaðurinn – Hilmar Árni Halldórsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er ríkasti knattspyrnumaður í heimi

Þetta er ríkasti knattspyrnumaður í heimi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Breiðablik er Tottenham Íslands“

„Breiðablik er Tottenham Íslands“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barcelona verður að selja leikmenn svo þeir geti samið við Messi

Barcelona verður að selja leikmenn svo þeir geti samið við Messi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

EM: Bekkurinn bjargaði Belgum gegn baráttuglöðum Dönum

EM: Bekkurinn bjargaði Belgum gegn baráttuglöðum Dönum
433Sport
Í gær

„Annað hvort er Óskar að ljúga eða hann er farinn að ofhugsa hlutina“

„Annað hvort er Óskar að ljúga eða hann er farinn að ofhugsa hlutina“
433Sport
Í gær

Hafa litla trú á Ítölum – „Þeir hafa ekki fengið alvöru próf“

Hafa litla trú á Ítölum – „Þeir hafa ekki fengið alvöru próf“