fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Eigandi Spotify segist hafa áhuga á því að kaupa Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 20:00

Daniel Ek. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Ek, sænskur stofnandi og eigandi tónlistarstreymisveitunnar Spotify, segist hafa áhuga á því að kaupa Arsenal. Þetta skrifar hann á Twitter.

Mikil mótmæli hafa verið fyrir utan Emirates-leikvanginn, heimavöll Arsenal, í dag og í kvöld. Þar krefjast stuðningsmenn liðsins þess að Stan Kroenke, eigandi liðsins, hverfi á braut. Mótmælin eiga sér stað í kjölfar þess að Kroenke tók þátt í því að reyna að stofna nýja evrópska Ofurdeild. Sú hugmynd fór þó í vaskinn á dögunum.

Nú hefur Ek, sem metinn er á 4,7 milljarða bandaríkjadala, sagt að hann sé tilbúinn til þess að reyna að kaupa Arsenal ef að Kroenke hyggst selja. Þá tók Ek fram að hann hafi stutt liðið allt sitt líf.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort að Kroenke muni íhuga að selja félagið í kjölfar mótmælanna í dag. Ef til þess kemur er aldrei að vita nema að Daniel Ek slái til og geri tilboð í félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina