fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Hörður flýgur til Finnlands til að fara undir hnífinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Björgvin Magnússon leikmaður Íslands og CSKA Moskvu er á leið í aðgerð eftir að hafa slitið hásin í Rússlandi um helgina. Allt stefnir í að Hörður verði fjarverandi í hálft ár.

„Ég flýg til Finnlands á morgun og fer í aðgerð á föstudag. Síðan kem ég bara aftur til Moskvu og verð í 2-3 vikur þar áður en ég kem svo til Íslands í sumarfrí,“ segir Hörður í viðtali við RÚV.

Hörður mun missa af endrapsetti úrvalsdeildarinnar í Rússlandi og af landsleikjum Íslands í sumar. Hann vonast til að geta verið klár í slaginn í september þegar Ísland heldur áfram með undankeppni HM, það verður þó tæpt.

„Ég held að menn tali alltaf um allavega sex mánaða bataferli. En svo eru auðvitað dæmi um fólk sem hefur jafnað sig á skemmri tíma. Vonandi verð ég bara í þeim hópi, þannig ég verði klár í slaginn aftur í september,“ sagði Hörður við RÚV.

Hörður byrjaði tvo af þremur landsleikjum Íslands í mars og lagði upp eitt marka Íslands í sigri á Liechtenstein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum