fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Töpuðu 22 milljörðum á síðustu leiktíð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 15:07

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tapaði 126 milljónum punda á síðustu leiktíð, þetta kemur fram í árskýrslu félagsins sem gerð var opinber í dag.

ESPN fjallar um málið en tapið er að mestu rakið til áhrifa COVID-19 veirunnar á félagið. Manchester City hafði hagnast um 10 milljónir punda árið áður.

Tekjur Manchester City minnkuðu um 11 prósent á milli ára en tapið er rúmir 22 milljarðar íslenskra króna.

City er með besta lið Englands þessa stundina en liðið gæti unnið fernuna á tímabilinu, liðið er nánast búið að vinna deildina, er í úrslitum deildarbikarsins, undanúrslitum enska bikarsins og átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Pep Guardiola stjóri City sagði fyrir helgi að félagið gæti ekki keppt við önnur félög um rándýra leikmann í sumar og ræddi það í samhengi við hugsanlega sölu Borussia Dortmund á Erling Haaland.

Fram kemur í skýrslu City að fjármunir fyrir sölu á Leroy Sane til FC Bayern hafi dregist á langinn vegna veirunnar og útskýrir það hluta af tapinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn