fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Guðjón Þórðarson ætlar að ráðfæra sig áður en hann útskýrir umdeild ummæli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari hefur ekki hug á því að útskýra orð sín frekar er varðar ummæli hans um ósætti Eiðs Smára Guðjohnsen og Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Gylfi Þór steig sjálfur fram í viðtali við okkur í gær og hafnaði þessu alfarið. „Ég kannast ekki við ósætti milli míns og Eiðs Smára, nema þá að Guðjón Þórðarson viti eitthvað meira en ég,“ sagði Gylfi Þór í einkaviðtali við 433.is í gær.

Lestu ítarlegt viðtal við Gylfa um málið hérna hérna

Guðjón hafði látið þessi ummæli eftir sér hafa í hlaðvarpsþættinum The Mike Show. „„Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón í þættinum.

Enginn sem rætt hefur verið við innan vébanda landsliðsins kannast við þetta og virðist enginn átta sig á því hvað Guðjón á við.

Mannlíf.is leitaði viðbragða Guðjóns um málið en þar segir. „Í samtali við Mannlíf sagðist Guðjón Þórðarson ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo búnu. Hann ætlar að svara þessu á öðrum vettvangi síðar þegar hann væri búinn að ráðfæra sig við þá sem nauðsyn krefur,“ segir í frétt á vef Mannlífs.

Arnar Þór Viðarsson þjálfari Íslands hafði þetta að segja við RÚV. „Það heyrðist nú bara á þessari umræðu og þessum vettvangi sem ummælin féllu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og dæmir sig svolítið sjálft,“ segir Arnar. „Það er ekkert til í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“