fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Martraðarbyrjun varð Íslandi að falli gegn Þýskalandi

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 21:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hóf leik í undankeppni HM í kvöld með útileik gegn Þýskalandi í Duisburg. Leiknum lauk með 3-0 sigri Þjóðverja.

Það má í raun segja að Þjóðverjar hafi stjórnað leiknum frá byrjun. Á 2. mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar að Leon Goretzka kom heimamönnum yfir eftir stoðsendingu frá Serge Gnabry.

Það leið síðan ekki á löngu þar til Þjóðverjar höfðu tvöfaldað forystu sína. Á 7. mínútu bætti Kai Havertz, við öðru marki Þjóðverja eftir laglegt spil þar sem liðið sundurspilaði íslenska liðið.

Íslenska liðið þétti raðirnar eftir þetta mark en gekk erfiðlega að skapa sér færi gegn ógnarsterkum Þjóðverjum.

Það fór svo að Þjóðverjar bættu við þriðja marki sínu á 56. mínútu eftir nokkuð góðan kafla frá íslenska liðinu sem mætti tilbúnara til leiks í síðari hálfleik.

Þriðja mark Þjóðverja, skoraði Ilkay Gundogan, með skoti fyrir utan teig.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, Ísland byrjar undankeppni HM með 3-0 tapi gegn Þýskalandi.

Staðan í riðlinum

Tveir aðrir leikir fóru fram í riðli Íslands í kvöld. Armenía vann 1-0 sigur á Liechtenstein og Rúmenía bar 3-2 sigur úr býtum gegn Makedóníu.

Hvað tekur við?

Nú er enginn tími fyrir íslenska landsliðið til þess að slaka á. Liðið verður að ná í úrslit í næstu tveimur leikjum til þess að falla ekki aftur úr efstu liðum riðilsins.

Næsti leikur íslenska karlalandsliðsins er á sunnudaginn gegn Armeníu. Liðið spilar síðan við Liechtenstein þann 31. mars. Báðir leikirnir eru liður í undankeppni HM sem fram fer í Katar árið 2022.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham