fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Segir Bruno Fernandes að hætta láta eins og smábarn

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 14:51

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur SkySports, hefur fengið nóg af afsökunum Bruno Fernandes, leikmanni Manchester United, varðandi gagnrýni sem hann hefur fengið vegna frammistaðna sinna gegn bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Mikið hefur verið talað um frammistöður Bruno gegn bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar og hvernig hann á það til að hverfa í þeim leikjum. Manchester United hefur ekki gengið vel gegn þessum liðum á tímabilinu, ekki unnið leik og Bruno hefur legið undir mikilli gagnrýni.

Bruno kom með afsakanir í viðtali á SkySports á dögunum og Roy Keane var ekki hrifinn af því.

„Það er enginn að segja að hann hafi ekki gert vel, hann hefur verið frábær. En þegar að þú spilar fyrir Manchester United og ert ekki að standa þig nægilega vel í stærstu leikjunum þá muntu að sjálfsögðu hljóta gagnrýni,“ sagði Roy Keane.

Manchester United mætir erkifjendum sínum í Manchester City í dag.

„Sjáum til í dag hvað hann gerir á móti Manchester City. Ég veit að leikmenn verða að fara í viðtöl og svara gagnrýni en ekki láta það angra þig, ekki vera svona mikið smábarn,“ sagði Roy Keane.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt