fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Er þetta ástæðan fyrir hruni Liverpool á Anfield? – Stuðningsmaður með kenningu um liti

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Chelsea en leikið var á Anfield. Eina mark leiksins kom á 42. mínútu, það skoraði Mason Mount eftir stoðsendingu frá N’Golo Kanté. 1-0 sigur Chelsea staðreynd og um leið mikilvæg þrjú stig í pokann. Chelsea situr í 6. sæti deildarinnar með 44 stig.

Englandsmeistarar Liverpool sitja í 7. sæti með 43 stig og ljóst að félagið er í miklum vandræðum. Stuðningsmenn félagsins velta vöngum yfir því hvers vegna spilamennska liðsins hefur hrunið á síðustu mánuðum.

Liverpool var óstöðvandi í rúm tvö ár undir stjórn Jurgen Klopp en eftir að liðið vann ensku deildina í 30 ár hefur botninn hrunið úr leik liðsins.

Einn stuðningsmaður félagsins telur sig vera með svör við vandamálinu og hringdi inn á Talksport í Bretlandi. „Við erum í rauðum búningum með rauða litinn allt í kring á vellinum. Það er ekki bara Anfield, líka hjá Manchester United og Arsenal sem eru með allt rautt,“ sagði stuðningsmaðurinn sem telur að rauð sæti og rauðir búningar fari illa saman.

Stuðningsmenn hafa ekki getað mætt á völlinn í heilt ár. „Ég tel að litirnir trufli þegar menn eru að senda boltann, það tekur meiri tími að átta sig á því hvar leikmaðurinn er.“

Þegar hann var spurður að því af hverju þetta væri ekki eins fyrir Everton sem er með allt blátt. „Ef þú ert að mála og setur rautt ofan á rautt, þá er það verra en blátt ofan á blátt. Ég get lofað því að frammistaða Liverpool væri miklu betri ef stúkan væri í öðrum lit.“

„10 prósenta munur er kannski ekki mikill en hann skiptir miklu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Deildin sé töluvert frábrugðin öðrum – „Lifir svolítið sínu eigin lífi“

Deildin sé töluvert frábrugðin öðrum – „Lifir svolítið sínu eigin lífi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“