fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Manchester City hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 21:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Manchester City en leikið var á Etihad Stadium í Manchester.

Manchester City komst yfir í leiknum á 15. mínútu eftir að Leander Dendoncker, leikmaður Wolves, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 61. mínútu þegar að Conor Coady jafnaði metin fyrir Wolves með marki eftir stoðsendingu frá Joao Moutinho.

Leikmenn Manchester City gáfust þó ekki upp. Gabriel Jesus kom liðinu í stöðuna 2-1 með marki á 80. mínútu.

Riyad Mahrez bætti við þriðja marki Manchester City á 91. mínútu og Gabriel Jesus innsiglaði 4-1 sigur liðsins með marki á 95. mínútu.

Manchester City er eftir leikinn í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig. Wolves situr í 12. sæti með 34 stig.

Manchester City 4 – 1 Wolves 
1-0 Leander Dendoncker (’15)
1-1 Conor Coady (’61)
2-1 Gabriel Jesus (’80)
3-1 Riyad Mahrez (’90+1)
4-1 Gabriel Jesus (’90+5)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll